Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 88
216
tóku þeir honum sem feður og buðu honum opt að
koma til sín. Jón Eiríksson hjalaði lengi við hann
og Ijet hann sitja með sjer og ætt sinni að kveld-
verði. þ>að var á sunnudagskvöld. En að skilnaði
rjeði hann honum að fá sjerhússnæði út af fyrir sig
sem fljótast, umgangast vel og alúðlega landsmenn
sina þar, en binda við engan þar þáverandi vináttu
eða velja sjer fyrir trúnaðarmann, og ráðgast heldur
við sig um helztu nauðsynjar, koma því til sín um
eptirmiðdaga, þá við þyrfti, en vera og borða hjá
sjer hvert sunnudagskvöld.
Hjá Olafi hafði hann verið í 3 nætur, á meðan
honum var klæðnaður búinn, en þá fjekk hann sjer
veru hjá bruggara Gamborg á Norðurgötu, bróður
próf. Gamborgs, hálærðum candidato theologiæ,
lærdómsmanni miklum og ráðstilltasta, bezta manni;
fjekk hjá honum allt hvað hann við þurfti fvrir ár-
legt umsamið sanngjarnt kaup. þegar Magnús sagði
Olafi frá, að hann með candídató juris laudabili
Laurusi Sneefield, hverjum æru- og gáfumanni Jón
Eiríksson sjerlega unni, og hafði fengið hann til að
vera í útvegum með hinum hjer um — hefði samið
við Gamborg um hússnæði, allan kost, þvott, brenni
og aðrar nauðsynjar, og flytti strax til hans, og að
Jón Eiríksson hefði heitið að vera með honum iöll-
um ráðum og boðið honum samvist með sjer hvert
sunnudagskvöld, hnykkti Olafi við ; hann roðnaði út
undir eyru, en Magnús grunaði þá ekkert, hvers
vegna—þó hann aldrei treysti neitt heilindum þessa
quasi-kennara sins, sem af mörgum tortryggðum
á íslandi fyrir siglingu hans og eptir hana af enn
fleirum, hvar hann þekktist ; því lundarlagið var
frekt og sjergott, gáfur í meðallagi, iðn í miklu
minna og lærdómur eptir þvi. Siðferði blendið, sem
mörg opinber rök seinna sönnuðu. Hjá þeim góða