Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 93
Tilýddi hann þá á fyrirlestra prófessoranna Olufsens
og Begtrúps yfir stjórnar-búnaðarfræðina (Statsoeco-
notnie). En 1825—26 á beggja bræðranna Orsteð-
anna fyrirlestra, þess physiska yfir nýjustu upp-
götvanir í náttúruspeki og hennar framfarir; þess
juridiska (eða general-procureur Örsteðs) yfir kirkju-
rjettinn. — 4. fann M. St. jafnan, að náttúrufræðin,
hversu vegleg, inndæl og gagnleg, sem hún er —
eptir nærveranda lærdóms- og efnaástandi og stöðu
vorra landsmanna hjer og fæð þeirra, sem verja
hugviti og gáfum til djúpsærra lærdóma, mundi
hjer á landi offáa velunnara finna, til að halda nokk-
tirn skaðlausan af stórkostnaði til útgáfu þvílíkra fræða
með eirgröfnum afmálunum til upplýsingar — og
neyddist því til að gefa þvílíkt áform frá sjer. Samt
bera vott þessara iðna hans, mörg smárit þessa efn-
is, af honum út gefin á öllum aldri hans frá 1783,
þá hans allrafyrsta rit—um meteóra — á hans 21.
aldursári út kom, í Lærdómslistafjelagsritanna 3.
bindi. fessa er nú hjer getið, sem viðvíkjandi hans
academisku iðnum og þeirra framhaldi á manndóms-
árum, þegar hann gat aðnotið háskólans lærimeist-
ara kenninga til þess að nema allar nýjar lærdóms-
uppgötvanirog breytingar, staðfestar með óyggjandi
tilraunum og reynslu í fyrrnefndum náttúruvísindum.
Frá nýári 1782 heyrði hann, sem mælt bls.
219, Kratzenstein og Bugge í physiskum og ma-
thematiskum vísindum, en ekki Geuss, nema fám
sinnum, af fyrgreindum orsökum bls. 218, en
aukakennari hans í mathesi purá varð vellærður
decanus fyrir mathematisku borði á klaustri að
nafni Lange. í heimspeki (philosophia) etazráð
Riisbrigh, sem eins og allir lærimeistarar M. Sts.
við háskólann fyr og síðar unntu honum sjerlega
og reyndust honum sem feður. í moral-philosophie