Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 94
222
prófessor juris konferenzráð Obelits. Með mögu.
legustu iðn lagði M. St. að sjer um veturinn öll
academisk studia, sem þurftu til philosophisks exa-
mens og jafnvel langt fram yfir krapta hans, þá
jafnan veikbyggða heilsufars, til að vinna það upp
sem hjáliðið var af þeirra kenningum frá Mikjáls-
messu til nýárs og vinna það vel, varði þartiljafn-
aðarlega vökum fram á nætur og til uppskripta
fyrirlestranna, og annars, sem hann las, en tók sjer
ekkert frísprok til glaums eða glaðværða, nema á
sunnudagakvöldum í Jóns heitins Eirikssonar húsi,
eptir heimboðum hans.
En um vorið 1782 undir sumarmál, kom samt
stórmikill hnekkir hans áköfustu lærdómsiðnum, þvf
í marga daga samfleytt bljes ofsastormur kaldur af
austri, og flutti með sjer frá Rússlandi, að sögn,
pestnæma drepsótt yfir mikinn hluta Norðurálfunn-
ar, og nefndist sú sótt inflúenza; hún tíndi allan
fjölda manna upp, hlífði fáum öldungis, greipmarga
að sönnu vægar, alla hastarlega, með stríðum höf-
uð- og bakverki, brjóstþyngslum, beinverkjum og
augnveiki. Svo’mikinn grúa manna lagði hún í gröfina
f Kaupmannahöfn, að þar töldusthjer um 300 dánir
á hverri viku, meiri hlutinn úr henni; 12 til 20 Hk
voru um hvert hádegi hafin út af sjerhverju staðar-
ins porti, af 4 að reikna, daglega. Konungur og
flestir prinsar og prinsessur lögðust, ásamt hirð-
mönnum, veik um tfma, en samt vægt, máske vegna
fyrirtaks læknahjálpar; hæstirjettur var f meir en
hálfan mánuð lokaður, og lítið sem ekkert var f
stjórnarráðunum aðgjört framt að mánuði, þvf fáir
fundust í þeim uppistandandi. J>essi sótt greip M.
St. svo geyst, að hann skömmu eptir lá með höfuð-
órum megnum f meir en viku og leiddist aðfram að
dauðans dyrum, fjekk samt aptur rænu, ljet þá