Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 97
225
maí 1775 um examina academica § í 9. fyrirlagði,
að examen philosophicum haldast skyldi einu sinni
á ári, og 9 mánuðir líða á milli þess fyrsta og ann-
ars, varð hann að sækja um kóngsleyfi til að verða
yfirheyrður til þess philosophiska examens í júlí
1782, en þetta öðlaðist hann svo seint, að hann að
eins náði því seinustu dagana, hreppti hjá öllum 5
prófessorum laudabilem, og hjá 3 þar til * eðursjer-
legt heiðursmerki (Udmærkelse), nefnil. hjá Kratzen-
stein fyrir physik, og hjá báðum þeim mathema-
tisku prófessorum Bugge og Geuss. Af þessum
síðasta stóð M. St. geigur fyrirfram, því hann (af
tjeðum orsökum á bls. 218, 221) hafði vanrækt að
hlýða á fyrirlestra hans sjálfs, og þá hann daginn
fyrir examen gekk til Geuss, tjáði M. St. þessum
sjálfur orsakirnar; snerist Geuss þá stuttur í svari
við og sagði— þó með hógværð—: „Skaði var yð-
ur að því, og vona jeg, að landsmaður yðar, Oddur
Vídalín“ (sem kom til Hafnar 1780 eður i ári fyr
og hafði heyrt Geuss í 2 ár), „en sem sótt hefir
stöðugt mína fyrirlestra, og tekur sama exaraen á
morgun, ekki hafi borið minna frá borði“. M. St.
varð bilt við það svar, þagði og kvaddi hann skyndi-
lega. Samt fór svo daginn eptir, að Oddur, sem
sat ofar honum, sem eldri, átti erfitt uppdráttar og
náði að eins haud. illaudabili hjá Geuss, en þá þessi
spurt hafði M. St. nokkru seinna að 5 eða 6 spurn-
um og hann ekki brostið rjett andsvör, snerist
Geuss að honum með blíðum svip til loka, mælti
þá: „þjer svöruðuð mæta vel“, og reit laudabilem í
bókina. M. St. hertiþáupp hugann ogsagði: „jeg
hefi einninn kynnt mjer yðar fyrirlestra yfir útreikn-
ing boginna lína og landamælingar“. Brosti Geuss
þá við, sneri sjer blíður að honum og yfirheyrði
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags.IX. 15