Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 99
227
sanni velunnari Jón Eiríksson einninn taldi hann, en
undir eins strax um haustið að ganga sem volon-
taire inn í rentukammer-kansellíið, hvar hann óbeðið
hafði útvegað M. St. pláss hjá þeim fluggáfaða og
lærða, þáveranda kammer-sekretera justitsráði
Wormsckjold, síðast konferenzráði, stórkrossi af
dannebroge, og fyrsta depúteraða i rentukammer-
inu. f>ar var þá víst verk volontaira, að samantaka
þessa stjórnarráðs framvörp og skýrslur, sem lögð
voru undir úrskurði kóngs i málefnum, sem því
ráði ber að setja konungi fyrir sjónir og stinga upp
á hans úrskurðum um; eins um veitingar embætta,
sem því eiginlegast eru undirlögð; tekjur og gjöld
konungs og þeirra reikninga, skattgjöld og tolla með
mörgu fleiru. J>essi framvörp volontairanna lag-
færði síðan kammer-secreterinn og seinast sá depu-
teraði, hverjum sjer í lagi var ætlað að undirbúa
þau mál. Fljótt fjellu M. St. framvörp, eins í löng-
um og margbrotnum málum þessum báðum vel í
geð, og hrepptu opt—hvað menn kalla— gófa tíð.
Jón Eirlksson yfirlas og lagaði þau seinastur, og af
góðvild sinni til M. St. Ijet opt præsidentinn, ge-
heimeráð Numsen vita, hver þau hefði uppsett í
málum, sem honum þótti vandasöm. J>etta sanna
góðmenni Numsen fjekk þar við þokka til M. St.,
kallaði hann nokkrum sinnum fyrir sig, hrósaði iðn
hans og hvatti til sömu framhalds og vöndunar
viðburða hans, og hjet þá að minnast þeirra siðar
meir. J>vflik upphvatning af svo tignuðum góðum
manni varð og M. St. nýr spori til tvöfaldaðrar al-
úðar og vöndunar verka hans og orsök til vaxandi
framfara.
Eptir heilræðum Jóns Eiríkssonar kjöri hann
sjer um haustið þann nafnfræga lögvitring, þá pró-
15*