Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 101
229
hverju hans nýi lærimeistari varð innfæddur fransk-
urexprestur, að nafni Tutteau, sem síðan varð kenn-
ari í því við merkilegar lærdómsstiptanir (instituta)
í Kaupmannahöfn. En — um haustið seinna árið
mætti mikil tálmun hans akademiska lærdóms fram-
haldi. fví með haustskipunum kom fregnin til
Kaupm.hafnar um þær stórkostlegu eyðileggingar,
eldgos úr Skaptárjökli hafði þar þegar orsakað og
sem þá yfirstóðu sem hæst. Ungur herra og á-
hlustari (auscultant) í rentukammerinu, kammerjunk-
ur H. Chr. D. V. v. Levetzow, hafði árin 1779—80
ferðast hjer og hvar um ísland, en var þá orðinn
kammerherra og committeraður í því ráði, og girntist
líklega innans kamms að koma í stað þáveranda stipt-
amtmanns yfir íslandi, sem verið hafði þar á 14. ár,
nefnilega stiptamtmanns L. A. Thodals ; en til að
verða til þess frama síðarmeir enn verðugri og kunn-
ugri, var hann, að ráði hans voldugu vildarmanna,
sendur um haustið 1783 upp til íslands á skipi, sem
flytja átti kornvörubjörg og húsavið til þess hús-
villta úr þeim við eldgosið eyddu hjeruðum í Vest-
urskaptafellssýslu burtflúna fólks og fyrskipanir til
stiptamtmanns Thodals um bjargarúrræði þess, og
var M. St. sendur ásamt honum ; báðir sameigin-
lega á kóngs kostnað, og þeim fyrirlögð konungleg
skipan, út gefin 25. sept. s. á. og instrux, „báðum
sameiginlega að rannsaka og skoða á sjerhverjum
eyddum stað, þann orsakaða skaða, og gefa álit sitt
um, hver hjeruð og hverjar jarðir og með hvílíkum
styrk virtust byggileg á ný, og hver ekki; hvernin
því nauðstadda fólki yrði haganlegast bjargað, og
þeirri með þeim sendu hjálp bezt varið.“ En „sjer
í lagi var M. St. einum þar að auki á hendur fal-
ið“, að semja áreiðanlega sögu þessa óttalega „eld-
goss, frá upphafi til enda, útmálun þar við orsak-