Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 102
230
aðra eyðilegginga og afleiðinga, og alls, er i nátt-
úruvísindanna tilliti finndist markvert þar við fram
komið.“ Eins átti hann að granskoða þá ný-upp-
komnu eyju í útsuðri frá Geirfuglaskerjum, sem
konungur skírt hafði Nýeyju, og bauð einkum því
skipi, sem flytti Magnús Stephensen til íslands og
út þaðan aptur, að sigla og leita uppi þessa ey.
Um þetta áform rentukammersins dreymdi M.
St. alls ekkert, þegar velunnari hans, Jón Eiríksson,
kallaði hann fám dögum áður fyrir sig og tjáði
honum, að geheimeráð og præsident Numsen vildi
finna hann strax; drap þó á erindið við hann, nefnil.
að Numsen endilega vildi láta hann takast þessa
ferð á hendur, ásamt Levetzow. M. St. hnikkti
við, þá allt af sár-lasburða, af brjóstþyngslum og
hósta; treysti eigi heilsufari sínu að bera þá ferð af
undir vetur og svartnættis skammdegi í hörkum og
ofviðrum, sem heyrðust því eldgosi fylgja, eins og
hjer öðrum optast; leit og á táimun þá, er þvi-
lík langferð orsaka varð framhaldi hans stud-
eringa, ásamt bersýnilegan ferðarinnar háska, og
sárbeiddi því þenna sinn mikla velunnara, Jón
Eiríksson, að fría sig frá þeirri hættuferð ; en hann
anzaði með hógværð og blíðu : „Sje ferðin þjer svo
óttaleg vegna heilsufars þíns og hennar háska, vil
jeg eigi, að faðir þinn áklagi mig um sonarmissir,
en finna verður þú Númsen strax, tjá honum þínar
afsakanir með auðmýkt, og mun jeg samt ráða þjer
að hugsa þig vel um, áður en þú aftakir að ferð-
ast og brjótir þar með af þjer hans gunst, þvi hon-
um er engu siður annt um þig en mjer.“
M. St. hjelt á burt þaðan mjög hnugginn og
lötrandi á fund Númsens, hugsandi út í hverju anza
skyldi. Númsen tók honum eins blíðlega og góð-
ur faðir kæru barni, tjáði honum erindið, og að