Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 103
231
hann fortakslaust óskaði M. St.s farar til íslands til
ofannefndra útrjettinga, en þessi færðist lengi und-
an með auðmýkt og siðsemi, bar fyrir heilsuleysi
sitt, hættuna á þeirri hörðu árstíð, en einkum töfina
á undirbúningi hans til juridiskts Attestats. Hvar til
Númsen loksins anzaði: „Enn ertu ungur maður,
og þolir að missa i ár til hennar, sem skal verða
þjer bætt á annan hátt. Engu að voga er ekkertað
vinna. Farir þú þessa för fyrir mín orð, skal jeg
sjá um þig síðar, ef jeg lifi.“
þ>essi náðar- og gæzkuriku orð þvílíks herra
ljetu M. St. ekki lengur vera efablandinn. „Já“,
sagði hann, „jeg skal fara, náðugi herra! upp á
svo náðarríkt fyrirheit, hvort sem mjer auðnast að
sjá yðar excellence lifandi aptur eður ei.“ Núm-
sen tók fast í hönd hans og sagði : „Kæri Steph-
ensen ! jeg skal víst muna til þín !“
Enginn íslendingur við háskólann skeytti þá
par náttúruvísindum, nema M. St. einn, og hafði
hann um vorið samið ritkorn um meteóra, sem nafn-
laust innkom til Lærdómslistafjelagsins—eins og öll
því boðin — fjekk þar gott álit við upplestur þess
á samkomu, og var prentað i þess rita 3. bindi s.
ár, 0g varð það M. St. fyrsta prentuð ritgjörð.
Hennar vegna og þess, að Jóni Eiríkssyni var grann-
kunnugt, að hinn lagði sig mikið eptir náttúrufræð-
um, mun þessi hafa stungið sjerlega upp á M. St.
til þeirrar ferðar, meðfram af sjerlegri velvild til
hans, en Númsen og Jón Eiríksson voru ætíð sem
einn maður. Sú konunglega skipan frá 25. sept.
um þessa ferð, varð honum auglýst með rentukamm-
erbrjefi á sjálfa Mikjálsmessu 1783. Fyrir mánuði
rúmum var þá þangað kominn gáfumaðurinn Einar,
seinast magister og prestur i Norvegi, Guðmunds-
son frá Vestmannaeyjum, sárfátækur. Hann þekkti