Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 105
233
Ólaf, slðan próf., Ólafsson, hverjum faðir han s þó
hafði svo stórum hjálpað til siglingar og stúderinga,
en hann lagði hjartalag sitt sjer líkast fyrir sjónir
bæði við föðurinn 1783 á laun og við soninn s. á.,
líklega af öfund yfir góðvild og ást þeirri, sem Jón
Eiríksson og margir tignarmenn auðsýndu M. St.,
hvað hinn ljet þessum í ljósi haustið 1783 að skiln-
aði þeirra, þegar M. St., klökkur í sinni, drap á ótta
sinn, að þó hann kæmi lífs aptur til Hafnar, myndi
þessi öfundarmaður þangað til búa um höfuð sitt
hjá Jóni Eiríkssyni. En þessi hjet, að þvílík tilraun
ekkert verka skyldi, enda var Jón Eiríksson þá.
farinn að verða leiður á Ól. Ól. og finna fleiri bresti
hans svo, að hann veturinn eptir reyndi að losa sig
og hús sitt við hann og útvegaði honum teiknara-
brauð við bergskólann á Kóngsbergi í Norvegi, ept-
ir það Ólafur forgefins biðlað hafði til dóttur hans,
Margrjetar, er síðan varð ekkja admíráls Jessens,
og opt á eptir hreytt fram ósvinnum orðum út af
því hryggbroti um hana. Um leið sagði Jón Ei-
ríksson M. St. þá fyrst frá, að við komu þessa fyrst
til Hafnar 1781 um haustið, hefði Ólafur strax reynt
til að fyrirbyggja allt liðsinni Jóns Eiríkssonar hin-
um til handa, og að hann leyfði honum aðgang að
húsi sínu—en kvaðst þess vegna í fyrsta sinni hafa
af ásettu ráði haft langt viðtal við M. St. til
prófs, og strax boðið honum á hverjum helgum degi
til sín að koma, af því sjer hefði ekki litizt svo á
þenna, sem Ólafur hafði honum lýst, við hvað hon-
um hafði bilt orðið. Annar var þá að sönnu til í
Höfn, sem horn kann að hafa haft í síðu M. St.,
nefnilega Jón, siðan landphysicus í Drammen, Gísla-
son, ættaður frá Mógilsá á Kjalarnesi og kallaður
lengi Mógils, maður gáfaður, frekur og blendinn
mjög, en það reis einungis út af því, að M. St. al-