Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 106
234
drei þá nein læknisráð eða liðsinni af honum, þó
hann sífelt byði sig fram og M St. ætíð væri sár-
heilsulasinn á þeim árum og lægi i mörgum sótt-
um, en þessi afþakkaði jafnan með siðsemd annara
lækna hjálp en þess eina, sem Jón Eiríksson hafði
valið og sent honum fyrst, nefnilega sinn eigin hús-
læknir, fyr umgetinn Beaufin. En bæði af því, að
Jón Gíslason ávallt bar staklega heipt til Jóns Ei-
rikssonar og ljet hana opt með frekju opinberlega i
ljósi á Lærdómslistafjelags fundum og ella og reyndi
að æsa marga íslenzka stúdenta upp á móti honum;
líka af því að honum var lagið að vilja verða leið-
togi þeirra yngri meðal þeirra, af hverjum hann
hjelt skildinga veiða von, lagði hann hug á að ná
yfirráðum yfir M. St., en þetta tókst honum aldrei,
hversu sem hann sífellt á leitaði, því Jón Gíslason
var sá eini maður í Kaupmannahöfn, sem hins ó-
gleymanlegi lærifaðir og mágur, biskup Hannes, að
skilnaði 1781 varaði M. St. sjerlega við, að hafa
minnstu afskipti af eða viðkynningu ; enda var hans
læknisrykti þá blendið, eptir það hann nýlega hafði
læknað tvo syni Guðlaugs prófasts Sveinssonar frá
Vatnsfirði til eilífs lífs sælu, nefnil. Svein Sander og
Jón. Samt skiptu þeir Jón Gíslason og M. St. al-
drei nokkurri orðadeilu um neitt, því af ásettu jós
þessi i hinn við stutt samtöl á mannfundum nægð
af complimentum, sem gjörðu hinn, enn þótt ósvinn-
an í orðum og stoltan við flesta, orðlausan. Yfir
höfuð að segja stundaði þessi, bæði þá og alla æfi
sína, að lifa í friði og einingu við alla menn, að
postulans boði, Rómv. 12, 10. 18, stunda eigin verk
sín og sýslanir, en aldrei að blanda sjer í annara
hagi, en ró og friður veittist honum fyrir það ekki
til loka, þó hann vildi öllum vel, en engum manni
illa. Sjálfur Grímur Jónsson, seinast conferenceráð,