Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 108
viðri bægðu lótsum útkomu fyr en rjett við land og"
kváðu þeir enga höfn í nánd fyrir, en neyðarpoll
til vera lítinn fyrir innan sker þar, á hverjum litlu
skipi leggja mætti, ef tækist allt vel. Stýrði lótsinn
þar skipinu að klettabelti, hvar til einkis hafnarmynnR
sást fyr en allt í einu kom að klettunum, svo þeir
gengu fyrir og mjótt sund—rúm skipslengd á vídd
— opnaðist, inn um hvert siglt var með öllum segl-
um, því vindur var þver og hvass, svo naumlega
tók inn sundið, en undir eins og inn úr kom bauð
hann að varpa atkerum og bjarga seglum í flug-
hasti, slóst þá 1 fuminu atkersstrengur fyrra atkers-
ins óvörum um legg þess, svo ei festi í botni, og
rak skipið því, áður en hitt komst niður og náði
festu, aptanvert upp á landklöpp, því pollurinn var
lítill fyrir innan; flaut strákjölur skipsins fljótt í land,
og allir hugðu að skipið strax mundi sundurliðast.
Stóðu þeir Levetzow og M. St. á þilfari, viðbúnir þá
og þegar að bjarga sjer á lótsbátnum fland; enáður
en þeir fengu það framkvæmt voru lótsar í honum
komnir með tog úr skipinu til að festa um kletta
norðanvert, en norðanveður var, — hurfu aptur til
skipsins, og kölluðu hvern mann sem höndur hafði
til að vinda skipið fram af á bæði togin, sem loks-
ins tókst með mestu þraut. Reyndist þá síðar, að
rúgfarmurinn við flatsiglinga byltingar skipsins um
langan tíma í ofviðrum lagðist út í aðra hliðina, svo
skipið í logni lá úr því hallfleytt. J>ó nú sjóferða-
mönnum, sem vit höfðu á, þætti óvit, að forma með
því svo til reika nýja för til íslands, varð hún samt
reynd að viku fresti, með austanátt, sem bar fljótt
undir ísland á ný. þækktist land undan Grindavfk,
hvar bæir sáust á landi, og Upp-Reykjanes; en
aptur þar fjell á sami norðanveðurs ofsi, með fjúki
og frosti, og bar enn nálægt Norvegi, þó var þar