Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 109
237
ekki hafnar leitað að sinni; gekk vindur þá nokkru
eptir til S. og var enn haldið á leið til íslands,
hvers Múlasýslujöklar sáust glöggt, þegar norðan-
stormar í langan tíma enn á ný hröktu þá til Nor-
vegs, hvar höfn og vetrarlega um síðir náðist sein-
ast í nóvember, í Reykjarfirði vestur á Norvegi.
Bjó þar fátt fólk og fátækt fyrir, flest lótsar og
fiskimenn, en um fiskiafla er þar fátt. Hjeldu því
Levetzow og M. St. fljótt þaðan landveg austur
eptir Norvegi, Levetzow til Khafnar, en M. St.
skildi við hann í Mandals kaupstað, hvar þeir gistu
saman, og ók í norskum sleða upp eptir Mandals-
elfunni á ísi til Hólmagarðs til að heimsækja þar
sinn heiðraða landsmann og fornvin föður hans, et-
azráð og þáveranda lögmann í Christiansandsstipti,
síðan stiptamtmann í prándheimi, loksins general-
póstamts directeur í Kaupmannahöfn, f»orkel Fjeld-
sted, sem veitti honum rjett föðurlegar viðtökur,
bauð honum strax vetrarvist með sjer unz hann um
vorið ljeti út aptur til íslands, hvað M. St. fegins
hendi til þakka tók, og sat þar úr því í bezta yfir-
læti um veturinn, og mátti það heita sem hann að
einlægum veizlum sæti, bæði þar heima og með
þvi virta og elskaða fólki að tíðum heimboðum, í
Mandal, Christianssandi og víða í grend, því norsk-
ir heldri menn eru þar gestrisnir—jeg hafði nærri
því sagt — úr hófi.
M. St. var þá ungur, mjúkur og ljettur á sjer,
og lengst af æfinni snar og fljótur á fæti, og að
sögn kennara hans og annara þá liðugur danzari,
en sjerlega sólginn í danz. Frú etazráðinna Fjeld-
sted, einhver hin gáfaðasta og ferðugasta kona í
húsi sínu, þar hjá bezta kona, var jafnan glaðvær
og kurteis og gefin fyrir samkvæmi og danz, eins og
norskir yfir höfuð, einkum f stöðunum. Henni þótti