Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 112
240
lögvitrings um þau efni; æfðist þar hjá í frönsku
og þýzku máli, því þau hjón töluðu báðar þær tung-
ur listavel, og ertu hann upp með viðtali í báðum
honum til framfara. Lika ljet hann sjer annt um
að grenslast eptir bændabúnaði, matlífi og vinnu á
vetrum, eða innivinnu, mataræði og vistaafla og með-
ferð, en einkum fiski- og laxveiðum og peningsrækt,
á hverja honum leizt þá og seinna sárilla. f>ví hjá
Fjeldsted voru á Hólmagarði 40 kýr, varla nokkur
stærri en 2 vetra hjer, allar sárgrannar, þvf hart
var um gott fóður, og hrís gefið með og ómjólkur-
legt hey og hálmur, enda mjólkuðu allar ekki við
10 meðalkýr hjer, já ekki við 6 góðar.
Frú Fjeldsted var hin mesta gáfu-og dugnaðar-
kona til alls, sem heyrir til búnaðar í tignarmanna-
búsum, með hreinlæti og þrifnað, pössun og orðu í
öllum hlutum, þeirra fegurð og viðhald, fyrirhyggju
með allt hvað viðþurfti, beztu matreiðslu og varð-
veizlu allra matvæla, ölbruggun, vandaðasta þvott
og fína fata- og útsauma á danskra tignarmanna
móð. Sjálf dáfríð, ágætlega menntuð og siðuð, blíð
og ástúðleg, ræðin, skemmtin og kurteis, vakti hún
allra innilega virðingu og geðþokka í hvern helzt
hóp sem hún kom. Henni ber með rjettu sú sanna
þakkarverða viðurkenning, að allt hvað finnst í mat-
reiðslu-vasakveri, útkomnu á prent á íslenzku árið
1800 undir sál. frúar assessorinnu Mörthu Stephen-
sens nafni, er eiginlega hennar fyrirsögn að þakka,
hverrar M. St. innilega beiddist um allt, sem hjer
á landi mætti verða vegleiðslu bæði heldri konum
og hyggnum í almúgastjett, hvað hann eptir henni
smámsaman um veturinn uppskrifaði á dönsku, sneri
því siðan á íslenzku og setti í það form, sem það
með sjer ber, og fjekk seinna meir þessa góðu mág-
konu sína til á titilblaðinu að láta heita sitt verk,