Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 116
244
skipherrann, ungur og óráðþæginn, sigldi liðugan
byr inn á þau rjett f NA til hádegis daginn eptir f
þoku og svækju myrkviðri, unz nokkrir, er á þil-
fari stóðu, grylltu boðaföll á skerjum skammt fyrir
framan skipið, var þá f hasti snúið skipinu aptur,
en mótvindur bannaði að komast út aptur og skerja-
klasi mikill á allar siður afskar slagrúm, enda sletti
litlu seinna f logn ; straumur mikill bar skipið ótt
inn á skerin, svo öll atker og tog voru útvörpuð f
ofboði og lífsnauðsyn, þó hraunbotn fyndist undir
vera. Smám saman birti upp, og sást þá, að lengi
hafði siglt verið inn í ótölulegra skerja klasa á all-
ar hendur. Atkerin hjeldu samt um nóttina, en þá
birta fór brast á bálviðri af N.; menn urðu örmagna
við að vinda upp hraunföst atkeri, svo við sjálft lá,
að strengir yrðu höggnir, þó vannst hitt um síðir;
þá og þegar bjuggust þeir við að stranda á blind-
skerjum eða grynningum áður en út úr þeim mikla
klasa þeirra kæmust, þó gekk það betur en á
horfðist, en þá ftam á daginn kom, gjörði þvílíkt
ofsaveður af N., að enginn lóts komst út þeim til
leiðsögu, en M. St., sem í Sviðholti upp ólst í 9 ár,
var kunnugur skerjum og skipa-leiðum inn Hafnar-
fjörð og stýrði hann inn allan á leguna. Fyrst 2
stundum eptir það, atkerum varð þar varpað þ. 16.
aprfl, kom skip út frá landi til þeirra, fóru þeir
Levetzow og M. St. með því í land; hann gisti 2
nætur þar hjá kaupmanni Nýborg, en M. St. stóð
þar ekkert við, en hjelt að Bessastöðum til forn-
vinar sfns og foreldra, stiptamtmanns L. A. Tho-
dals, sem fagnaði og tók honum vel; en hann varð
þar veikur við að borða góðan mat, sármagur orð-
inn eptir svo langan sult. Síðan komst hann til
Reykjavíkur, hvert faðir hans frá Innra-
hólmi sendi eptir honum á 8-æringi, þegar hann