Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 117
245
frjetti koimi hans, lögðu þeir strax á leið upp yfir,
en ofsaveður með gaddfrosti fjell á af N., svo þeir
með naumindum náðu lendingu sunnanvert við Kjal-
arnesstanga í Messing, og gistu þeir Benidikt Grön-
dal og hann, þá skrifari föður hans, um 3 nætur í
Brautarholti hjá Vigfúsa stúdenti Scheving. Var þá
sárhágt allra manna á milli og helzta fæðan úldin
súpa af hor- og pest-dauðu sauðfje. þ»ann 27. apríl
komust þeir að Innrahólmi, hvar þó ekki varð lent
fyrir samreknum þykkum ís-jökum með öllu landi,
en menn fengu stokkið á þeim til lands og varð
skipinu fyrst lendandi á Ytrahólmi vegna ísa.
Svo kær sem M. St. varð hólpin heimkoma til
sinna beztu foreldra og að finna þau bæði heil og
hraust, svo sárt tók hann að finna föður sinn ang-
urværan, ekki þó vegna þess, að hann um vorið
1783 þ. 12. maí hafði fengið lausn í náð með óskert-
um launum framvegis frá amtmannsembætti sínu,
vegna þess að hann ei treysti sjer til að yfirgefa
eignir og bú sín syðra, en flytjast búferlum til Norð-
ur-amtsins og byggja þar, sem rentukammerið fast
krafði, heldur þá yfirstandandi manndauða og hall-
æris vegna. En það var samt mál allra kunnugra,
að Jón Eiríksson muni hafa ætlazt til, að sá sem
eptir hinn kom í amtmannsembættið 1783 yrði dótt-
urmaður sinn, og þvi viljað losa fyrir hann álitlegt
embætti, var því sízt að furða, þó Ólafi Ólafssyni
tækist illa bónorðið til dóttur hans Margrjetar, hefði
hún verið hinum ætluð. Víst er það, að Margrjet
gullbaldíraði og perlustakk eða ljet svo til búa
prýðilegt hattband, sem faðirinn sendi frá henni
amtmanni Stepháni Thorarensen, um leið hann
vissu fjekk um þetta embætti sjer veitt, og brúkaði
hann það í nokkur ár siðan um hatt sinn á mann-
fundum, sem hjer er alkunnugt. Hversu auðskilin