Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 120
248
seinna náði Olafur attestatsi í lög-vísi og fannst fá-
um hann hafa til lofs fyrir það unnið. Voru þeir
þar samtíða í 2 ár og komu báðir undir eins í Jóns
Eirikssonar hús á sunnudaga-kveldum—en vart mun
Olafur hafa þangað optar komið, nema sjerleg nauð-
syn að bæri, — og hvergi vissi M. St. hann í
Khfn aðgang hafa til heldri manna húsa, þó hann
ósneypinn bæri sig viðar fram, og aldrei var hann
i samfylgd hins og ættfólks hans á sumrum út á
Friðriksberg á fimmtudögum (sjá bls. 226) svo
hann til vissi, en jafnvel fyrir burtför M. St. þ. 11.
oktobr. 1783 var sá hlykkur á kominn fyrir hor.um
i húsi Jóns Eiríkssonar, sem umgetinn er á bls. 247,
og fjekk Olafur þó, fyrir sömu árs lok, teiknara
og mathematiska kennslubrauðið við bergfólksskól-
ann á Kóngsbergi, beið því einungis 1 árs tíma
eptir brauði frá því hann náði attestatsi 1782 ; þá
tók M. St. sitt annað exam. í júlí, en kom til Hafn-
ar og gjörðist strax þess fjelagslimur 1781, þá ein-
ungis fyrsta bindi þess rita var út komið, og gjör-
þekkti hann upp frá þvi til allra þessa fjelags mála
og athafna til þess í júní 1788, og hafði langmest
við þessar að sýsla frá því hann 1784 varð fjehirðir
þess og Jóns Eirikssonar önnur hönd í öllu, sem
fjelaginu við kom, þá og síðan í vaxandi lasleika
hans, miklu önnum og sinnuminni afskiptum af öðru
en markverðustu embættasýslunum. Hans vitni,
sem sjónarvotts, sem bjó við hlið hans í næsta húsi
í Stormgötunni í 3 ár, er því að líkindum áreiðan-
legra en Olafs i Norvegi íjarlægs frá 1783 eða
þeirra sem hvorki heyrðu Jón heitinn Eiríksson nje
sáu nokkurn tíma, en tíndu þó saman margs kon-
ar diktað rugl 42 árum seinna til æfisögu hans, i
hverri að sönnu óvíða finnst neitt oflof þessa fyrir-
taks gáfu-, iðju- og lærdómsmanns, en allt fyrir það