Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 121
249
margvíða engin heil brú í þeim diktuðum tölum og-
sögum, á hverjum lofið byggist. Að Olafur nýtti
sjer svo velkomna dikti um mikinn mann til eigin
orðstýrs auka, var alllíklegt um mann, sem veruleg-
an lærdóm brast til að ávinna hann með þessum,
en að fleiri völdu sjer hans feril til sama og byggðu
of mikið á dikd hans, sjálfir ókunnugir öllu og því
sanna eða diktaða í hans hróðri, á hvern sand-grund-
völl þeir þó byggðu, vekur furðu. Samt er æ laf-
hægt að samsetja æfintýri, með þeim jafnaðarlegu
röksemdutn : „Svo er mælt“—„var það mál manna“
— „heyrzt hefir“, „trúverðir menn hafa sagt“ (en
hverjir?) etc. etc.—En—ei þurfti þvílíkra hugmynda
og loptbygginga við, til að halda uppi Jóns Eiríks-
sonar sanna lofi, sem mesta og bezta íslands sonar
einhvers, þvi á nógum berg-föstum röksemdum mátti
það byggja óyggjandi um aldur og æfi—án útsend-
ingar ómerkra dikta undir sanninda flaggi.
Mildirík forsjón guðs hafði útbúið M. St. með
viðkvæmu. hjartalagi, sem fylgdi honum til dauða-
dags, en undir eins góðviljuðu til allra manna, vina
og óvina. Kristindómur og upplýsing, náttúrufar í
arf tekið eptir sina góðhjörtuðustu foreldra og þeirra
lofsverða eptirdæmi, höfðu frá barnæsku rótfest hjá
honum þá sannfæringu, að svo bæri góðum mönn-
um sinnuðum að vera. Hann forðaðist því alla æfi
hefnd og meingjörðir gegn hans öfundar- og óvild-
armönnum, og var — að Krists boði—jafnan fús til
að liðsinna þessum, þá við lá, og manna sáttgjarn-
astur, og jafnan fús til öldungis að gleyma öllum
mótgjörðum. En sæi hann nokkurn auman og
þurfandi, vin eða óvin, kallaði kristindómur og sam-
vizka hann sifellt þeim til líknar þeirrar, sem hans á-
stand leyfði honum í tje að láta.ogfundu vesælir jafnan
hans hjartalag viðkvæmt fyrir. Af þessari sönnu,