Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 122
250
skrumlausu lýsingu honum meðfæddrar náttúrlegrar
viðkvæmni má ráða, hversu sárt hann skarst i hjarta
við heimkomu sína 1784 seinast i april til föðurhúsa
á Innrahólmi, við að sjá þar fyrir húsfyllir dag ept-
ir dag af dauðvona aumingjum, flúnum að norðan,
austan og vestan, og uppflosningum, konum, börnum
og gamalmennum, til að leita sjer líknar og saðn-
ings, margir um seinan, því þeir deyðu þar og
alstaðar hrönnum saman, af hungri og hungursótt-
um, pestnæmum sjúkleikum, er leiddi af eldgosinu,
við óholt lopt, langvinnan sult, eða nautn hor- og
pestdauðra gamalla hrossa- og kinda-hræa. Marg-
an aumingja bar hann þá fram á bænar-örmunum,
þó þess ei þyrfti, við foreldra sína, hverra líknar-
fúsu hjörtu og hendur alkunnugt er að jafnan voru
þurfamönum útrjettar. Hans 1785 með eirgröfnum
málverkum útgefna rit á dönsku: Um eldgosið úr
Skaptár-jökli og þess verkanir á menn og skepnur,
fólks- og fjenaðar-tölu og velmegun landsins, sýnir
þess afleiðingar, hvar á einninn er minnst í hans :
Eptirmælum 18. aldar, prentuðum 1806, og „Island
i det i8de Aarhundrede.“
Yorið 1784 varð allstaðar á íslandi sannkallað
mann- og horfellis- og gróðurleysisvor í mesta lagi,
því á Jónsmessu tók fyrst syðra að grænka lítið eitt
í hlaðvörpum, en visnaði og gulnaði jafnframt upp
fram eptir öllu sumri ; M. St. komst því ei til ferð-
ar austur, vegna megurðar þeirra fáu hesta sem af
slórðu og gróðurleysis, fyr en um fúngmaríumessu,
þá vel útbúinn með allt nauðsynlegt, matbjörg og
annað og 2 tjöld, hafði áburð á 4 hestum og 2
fylgdarmenn ; annar þeirra var Olafur, nú prestur,
Pálsson í Eyvindarhólum, ný-dimitteraður, hvern
mágur hans, bp. Dr. Hannes, kjöri honum, sem ein-
hvern hinn liprasta og duganlegasta ferðamann, þar