Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 123
251
hjá gagnkunnugan í Skaptafellssýslu og vanan stór-
vötnum þar. Var hann með M. St. um sumarið og
reyndist honum sá auðsveipasti og ástúðlegasti dánu-
maður, hverjum þessi þvi alla æfi sína unni. Levet-
zow komst austur hjer um hálfum mánuði seinna ;
hafði M. St. þá aflokið mestum, honum sjerlega á
hendur földum erindum, en ferðaðist úr því ásamt
Levetzow á ný um alla þá sýslu, til þess að grann-
skoða jarða-skaðann á hverjum stað. Á meðan
hann fór upp eptir fjall-óbyggðunum frá Síðunni til
þess að leita elds-upptakanna, með Olafi og einum
kunnugum bónda af Síðunni, Ijet hann Erlend tjald-
mann sinn vera við tjöldin niðri, vakta þau og varn-
að sinn, en fann þau við apturkomu sína til þeirra
um nótt full af horsjúkum vesælingum; þeir höfðu
dregið sig þangað til að betla sjer út matbjargar-
bita, hverjum Erlendur, eptir fyrsögn húsbónda síns,
á meðan útbýtti af ferðakosti þeirrameð nauðsynleg-
um sparnaði, en samt fór svo, að við erindalok Le-
vetzows og M. St. í Skaptártungum komust þeir
allir 6 (því 2 voru og með honum) í mikinn matar-
skort, lögðu þvi vestur eptir á fjallabaki, til að flýta
ferð sinni til Rangárvalla, en hrepptu svo mikið ó-
veður með ofsa-stormi, að tjalda urðu á fjöllunum,
hvar þjenara dönskum Levetzows tókst að skjóta 1
álpt á elfu nálægri, sem strax varð plokkuð og soð-
in handa þeim öllum. Kvöldið eptir kepptu þeir
þeir Levetzow og Magnús á undan lestamönnum
þeirra í sama óveðri til byggða, og náðu í hálf-
dimmu með þjenurum sínum að Árbæ, efst á Rang-
árvöllum, þágu þar hagkvæmustu góðgjörðir—í því
ári óvæntanlegar — í nógri flóaðri sauðamjólk, hjá
merkisbónda, og gistu í skemmu hans á útflettum
þófum og margbrotnum yfirbreiddum vaðmálum og
hrepptu góða værð. Með sólu daginn eptir — á