Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 124
252
sunnudag’smorgun — reið Magnús með Ólaf sinn
Pálsson þaðan og náðu messu í Skálholti, en Le-
vetzów lá lerkaður eptir í Árbæ um 2 daga, á með-
an Magnús hvíldist jafnlengi í Skálholti hjá sínum
góða mági og systur.
Eptir heimkomu sína til foreldrahúsa á Innra-
hólmi varði Magnús Stephensen tómstundum öllum
til að samantaka bæði ferðasögu sína og frásögu
eldgossins uppkomu 1783 og þess framgöngu og
verkana til lykta, unz hann með fálkaskipinu 1784
ljet út aptur til Kaupm.hafnar ásamt kammerherra
Levetzow, og framlagði síðan þangað kominn þessa
sögu sína fyrir rentukammerið i dönsku tungumáli.
Geðjaðist því hún svo vel, og hversu hann leyst
hafði af hendi honum falin erindi, þó skipinu eða
honum ekki tækist að finna við inn- og útsiglingar
þess undan Geirfuglaskerjum þá árinu áður þar
upp komna og af mörgum sjófarandi glöggt sjenu
brennandi Ný-eyju,sem algjörlega horfna eður sokkna
i sjó aptur 1784 og aldrei síðan sjena af neinum —
að eptir tillögum háttnefnds rentukammers þóknað-
ist konungi ekki einungis að lýsa velþóknun sinni
með erindaútrjettíngar M. Stephensens og sæma
hann gjöfum fyrir ferðina, heldur bjóða að hann
með forlagsrjetti skyldi láta prenta ferðasögu sína
og stinga í kopar á kóngs kostnað og lita henni
fylgjandi málverk. Kom því þessi ferðasaga hans
út á dönsku í Khfn 1785 í stóru 8vo formi með
3 eirgröfnum og lituðum málverkum, með titli:
„Beskrivelse over den nye Vulkans Ildsprudning i
Vester-Skaptefields Syssel paa Island 1783. Khvn
1785. Med Kobbere.11 Sú ferðasaga fjekk síðan
heiðurlega lýsingu og lof 1 Khfnar lærðu frjettablöð-