Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 125
253
um fyrir 1787, No. 42, bls 657—6641, og var út-
lögð á þýzku 1786 af baróni og conferenzráði v.
Eggers og prentuð í Philosophische Schiiderung
der gegenwártigen Vervassung von Island s. á. ;
en útkom á engelsku í Hookers tour in Iceland.
Lond. 18132.
í>ó nú M. Stephensen strax eptir komu sína til
Kpmhfr haustið 1784 tæki með kappi til sinna fornu
lagastúderinga á ný, og heyrði því stöðugt fyrir-
lestra allra háskólans lærimeistara yfir þau efni,
tafði hann samt ýtarlegri yfirskoðun og prentun
þessarar ferðasögu hans, unz hún 1785 algjörlega
út komst, líka framhald hans áheyrslu kenninga læri-
meistara í náttúru-vísindum, chymie og grasafræði
{sjá bls. 216), eins störf hans við og við og við sem
þá nýorðins konunglegs copíista í rentukammer-
cancellíinu; þvíámeðan hann var á ferðinni frá Nor-
vegi til íslands (sjá bls. 243—244), veitti konungur
honum þetta embætti þ. 5. apríl 1784, honum öld-
ungis óvitandi og óumbeðið, að rentukammersins
tillögum, án efa eptir tilhlutun velunnara hans sál.
conferenceráðs Jóns Eiríkssonar, sem unni Magnúsi
Stephensen innilega, til síns dauðadags 1787, hver
konungleg náð við Magnús á þessu 22. aldursári
með veitingu fasts konungl. embættis við cancellí
þvílíks stjórnarráðs, vitnar um þess góða álit þá þeg-
ar og von um þenna unga mann, og þó engu síður
1) J>ar segist, meðal arrnars, á bls. 657: „Af Skrivtets
öiennemlæsning seer man, at Forfatteren har rögtet sit Æren-
de vel og intet forsömt, som kunde tiene Publicum til Op-
lysning i saa vigtig en Begivenhed og Kegieringen til for-
nöden Underretning. Man kan derfor uden Betænkning ud-
give dette Skrivt for det bedste, som ved slige Begivenheder
er forfattet over Island.“
2) Sjá og Nyerups og Krafts Porfatterlexicon. 1820 p. 579.