Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 126
254
sú virðing og tiltrú honum veittist á ný vorið eptir*
þ. 15. apríl 1785, þá konungur allranáðugast bauð:
að copíistinn Magnús Stephensen skyldi, sem kóng-
legur commissaríus, sendast á ný upp til íslands, til
þess að taka út Skálholts biskupsstól með öllu hon-
um fylgjandi, láta þetta, stiptamtmannsins vegna,
við auctiónir selja, og allt undirliggjandi jarðagóz
biskupsstólsins á viðkomandi þingstöðum, eptir sjer-
legri honum þar til af rentukammerinu gefinni in-
struction m. fl., hvert boðorð aptur finnst ítrekað í
kóngsbr. frá 29. apríl 1785, § 5 (sjá Fogtm. Saml.
af Rscrr. p. 183, fyrir 1785).
Sendiför þessi fram fór, "sem auðvitað er, á
kóngs kostnað, og var annar maður á meðan sett-
ur til að gegna hans copíista embætti í kammer-
cancellíinu. Heimferð hans tókst þá vel, með fre-
gátu-skipinu St. Jean, upp á 100 kaupmanna lestir,
hafði það verið stríðsfregáta áður, en var þá valið til
að flytja nýjan stiptamtmann, kammerherra Levetzow,
til íslands, en hinn gamla Thodal þaðan; en feikn-
arlegur manna- og gripafellir yfir allt land og seinn
gróður á íslandi leyfðu Magnúsi fyrst seint — eptir
framfarnar lögmætar auglýsingar auctiónshalda—að
byrja með þessi. í lögþingisbókinni 1785 finnst, pag.
17—18, auglýsing hans, sem commissarii, um vænt-
anlega sölu þeirra stólsjarða 1786, sem ei út ganga
kynnui785, dagsett 18. júlí þ. ár. En skömmu síð-
ar hóf hann sínar commissair-erindagjörðir, með út-
tekt Skálholts biskupsstóls og dómkirkju og beggja
inventarii, lausafjár-sölu þar og Skálholts sjálfs á
eptir.
Við þessa úttekt, letraða af viðkomanda sýslu-
manni, Steindóri Finnssyni, frá mági hans, þáver-
andi oeconómó víci-lögmanni Magnúsi sál. Olafssyni,
með tilkvöddum úttektarmönnum, átti Steindór ekki