Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 127
255
að vera eiginlega dómari, er skæri úr misklíðum,.
sem mæta kynnu við úttektina—sem vegna mægða
þar til naumast hæfurað lögum, en Magnús Steph-
ensen átti þar á mót, sem commissaríus, að aðgæta
kóngsins og stiptunarinnar rjett, krefja tilsvar alls
þess vantanda og álag fallinna stóls-húsa. Báðir
voru þeir Steindór og commissaríus þar í mesta
vanda leiddir, þó báðir girntust að þræða rjettvísi
og sanngirnis beinasta veg — hann án mægðanna
tillits, þessi svo, að hann hvorki gæfi þeim, er hann
útsendu, grundað ákæruefni um krafa-linleika, nje
þeim, er skila áttu, um ranglæti þeirra og hörku,
og stundaði hann því með alúð að vanda verk sín
með mestu samvizku viðkæmni. Sú úttektargjörð
og afhending varð, með öllum tilheyrandi skjölum
og beggja parta rjettarkröfum, yfrið löng og marg-
brotin, sem mjög svo langar process-gjörðir. Stein-
dór leiddi viturlega hjá sjer, mægðanna vegna, að
skera úr nokkrum þrætu-efnum þar við, sem urðu
fleiri en báðir partar óskuðu, þó commissarfus —
eptir samvizku sinni—ljeti alla þá vægð í kröfum í
ljósi, sem hann fann sjer frekast fært, einkum með
þessara röksemda tilliti:
a. Að jarðskjálptar megnir 1784 höfðu svo
umturnað byggingum í Skálholti, að biskup Hannes
Finnsson varð um tíma þaðan að flýja, hvers vegna
ógjörlegt virðist frekt álag þar að krefja á hús ári
seinna.
b. Að pest og hallæri höfðu fellt 1784—85
fjölda af inventarii-fjenaði og kúgildum, hversvegna
lftt fært virtist— án undangangandi kóngsúrskurðar
—að dæma um skyldu tilsvars þess fallna, og
c. Að oeconomus var, í svo bágri tíð, án und-
angenginnar tímanlegrar uppsagnar, rjett í einu við
skólastiptunarinnar flutning til Reykjavíkur, og við