Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 129
257
taldir af herra biskupinum, mjer og skrifurunum okk-
ar, og fel jeg yður hann hjer með vottanlega til
geyroslu á meðan við sofum.“ N. N. tók við og
skilaði honum með ummerkjum aptur, en biskup
hló dátt að þessum bráðu úrræðum Magnúsar.
Hann sendi síðan rentukammeri þ. 20. marz 1786
Levetzows kvittanzíur fyrir þessari summu, eins og
brjef þess til M. St. af 3. júní 1788 með sjer ber ;
en strax stiptamtmanni, kammerherra Levetzow,
úttektargjörðirnar, ásamt auctíónspeningunum með
beinni ferð, ásamt því áliti sínu, „að bezt mundi
henta, að um tilsvar oecónómi yrði útvegað rentu-
kammersins fyrirskipan eptir þar til fenginn kóngs-
úrskurð, vegna þeirra á bls. 255 tilnefndu rök-
semda“. En — ekki sjerhverjum aðals-junkur, sem
setzt hefir hjer á ungdómsskeiði í stiptamtmanns-
sess, hefir verið tamt að fallast á íslands vitru og
reyndu embættismanna heilræði, hvað þá 23 ára
unglings, hverjum Levetzow, að vonum, fann sig,
eins að hyggindum eins og valdi svo miklu æðri,
að óvirðing mátti þykja að gefa Magnúsi í þessu
nokkurn gaum. það varð ei heldur, því óðara
gekk út þessa, þá lítt reynda, en sjerlega örlynda,
nýja stiptamtmanns Levetzow’s alvarlega skipan til
Vigfúsa sýslumanns þ>órarinssonar, sem dómari að
dæma þetta úttektarmál, og þó enn alvarlegri önn-
ur til Magnúsar Stephensens undir eins að sækja
það mál, sem actor rjettvísinnar vegna, á hendur
víci-lögmanni Magnúsi Olafssyni til dóms.
Magnús Stephensen afsakaði sig strax frá öllu
málavastri, sem fjarstæðu sinni sendingu hingað á
land, og þeim honum, sem rentukammersins föst-
um embættismanni á hendur földu erindagjörðum, eptir
sjerlegu kóngsboði, og kvað sitt kammer-instrux þá
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags.IX. 17