Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 130
258
einungis mega vera sjer reglu um sínar opinberu
útrjettingar hjer á landi, því framar, sem, ef hann
fengist við annarlegar sýslanir hjer, hann óttast
mætti misþóknun kóngs, er hann út sendi, að verða
hjer eptir til vors i786 tilhonum óviðkomandi mála-
ferla, en hvergi til staðar í Kaupmannahöfn til an-
svara fyrir verk sín, en þetta mega þar hjá olla stór-
kostnaðar, með auknum launum á dag hvern heimildar-
laust heilu ári lengur. Levetzow varð við það afsvar
Magnúsar uppvægur; samt lenti þar við, svo ekk-
ert varð úr þinghöldum, þar hæfan sóknara vant-
aði. Biskuparnir, Dr. Finnur Jónsson og Dr. Hann-
es Finnsson, gengu í cautíon upp á þá í úttektinni til
eventuelle ansvars, mági þeirra, víci-lögmanni
Magnúsi Olafssyni, reiknuðu summu fyrir þenna,
og með þeim Jón sýslumaður Jónsson á Móeiðar-
hvoli. . . . Levetzow sendi rentukammeri feikilega
klögu yíir báðum Magnúsunum, en biskuparnir munu
styrkt hafa oeconomum Magnús til að verjast miklu
af því honum — til vara — reiknaða ansvari, þar
hjá reikning fyrir inn- og útgjöld Skálholtsstóls frá
fardögum 1784 til sömu tíðar 1785, hvern rentu-
kammerið þ. 12. des. 1786 brjeflega skipaði copíista
M. Stephensen að yfirskoða og gefa sitt álit um,
áður en rentukammerið tæki hann undir algjörlega
yfirskoðun, hverju boði M. St. hlýddi, en gaf vægt
álit sitt um þann reikning. Að Levetzows klaga
samt ekkert verkaði M. Stephensen til meins, vott-
ar brjef rentukammers til copiista M. Stephensens,
dagsett 30. maí 1786, sem kunngjörir þessum, „að
sú allranáðugast skipaða nefnd (hárra) embættis-
manna til yfirvegunar íslands almennu þarfa, hafi
með brjefi sínu þ. is.sama mánaðar yfirlýst, að hún
við skýrslu cómmissaríi um sölu á Skálholts bisk-
upsstóli og gózi, fundið hafi alla orsök til með vel-