Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 132
260
«ignar- og kirkju-kaupandann, til kirkjunnar við-
halds og uppbyggingar og hennar kúgilda, og leigna-
gjalds eptir þau framvegis, en svipta hana samt
•eignum sínum, eða selja þær öðrum. Að hann samt
undanskildi sölunni þær eignir, geðjaðist Levetzów
samt sárilla. Ábúandinn, sýslumannsekkjan mad.
puríður Ásmundsdóttir, varð við auctiónina hæst-
bjóðandi að Bæ með þar á standandi kirkju og fjekk
alla hennar fasteign og lausafje með henni óreikn-
aða í Bæjarkaupi, en Levetzow neitaði strax sam-
þ>ykki boðsins þessa vegna, hamaðist við M. St. út
af því, og víxluðu þeir brjefum um þetta, þó í em-
bættismönnumsæmandi formi, en báðir lögðu þeir á-
stæður sínar fram fyrir rentukammerið, sem skaut
því máli til cancellíis, hvaðan síðan útgekk kgsbrjef
frá 30. júní 1786, sem öldungis staðfesti commiss-
arii M. Stephensens ástæður, hverra í hæstnefndu
kgsbrjefi er útþrykkilega getið og Levetzow gagn-
atæða úrkurðar (sjá Fogtms. Saml. þ. á., pag. 484
-—85). Við þessar misklíðir spilltist samt ekkert vin-
átta milli þessara manna, en hjelzt ávallt góð. f>eir
höfðu þekkzt lengi, ferðast saman tvisvar til íslands
■og þaðan út aptur og víða um land hjer og í Nor-
vegi. Magnús þekkti hann — að vonum — hjer lítt
kunnugan lögum, örlyndan mjög í bráð og þá fljót-
færan, en þar hjá góðan mann að hjartalagi og
sáttgjarnan, skipti þvf aldrei bráðyrðum eða geði
við liann, sló undan með þögn meðan hann þusaði,
en sat samt fastur við sinn keip, og tókst hon-
um þetta, sjálfum örlyndum um of, einna bezt við
Levetzow.
fanninn heppnuðust nú vel tvær fyrstu ferðir
Magnúsar Stephensens í konunglegar og vandasam-
ar erindagjörðir á hans ungdómsskeiði. Báðar á-
unnu honum þokka yfirmanna hans og gott álit og