Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 135
263
fá í bókinni prentaðar. Með kóngsbrjefi io. febr.
1786 varð þessi reikningsbók uppáboðin, sem kennslu-
bók í íslands latínuskólum.
þ>essar tvær ferðir höfðu nú stórum tálmað lestri
M. Stephensens til juridisks attestats og enn framar
gjörðu það um hríð aðrar af þeim og af hans cop-
íistaembætti í rentukammer-cancellíinu leiðandi sýsl-
anir, hvers vegna hann allraundirgefnast bað kon-
ung um fríun frá þessum síðari, unz hann fengi
sínu embættis examine af lokið, svo að annar sett-
ur yrði á meðan til þeirra starfa og nyti fyrir það
hans embættislauna. þ>essi umsótta náð veittist hon-
um. Samt töfðu hann stórum ný honum á herðar
lögð störf við Lærdómslistafjelagið, því um vorið
1784 varð gjaldkeri þess, Olafur, að nafnbót síðar
prófessor, Olafsson, teikningakennari við Kóngs-
bergsskóla í Norvegi, hafði og sleppt þeim störfum
þegar í apríl, eins og prentuð auglýsing aptan við
þess fjelagsrita 4. bindi vottar, og fjelags-bræðra
listinn framan við það, að það embætti var þá autt.
Var M. Stephensen (i þeimt lista þegar copíisti
nefndur) þá á fyrri ferð sinni í íslandi, en með
sameiginlegum atkvæðum strax við apturkomu hans
um haustið 1784 kjörinn til gjaldkera og hafði úr
því, ekki einungis því embætti heyrandi störf á
hendi, heldur skrifarans með og allar brjefaskriptir* 1,
correctúrulestra og alla umsjón með fjelagsins fjögra
næst eptir útkomnu binda, nl. 5. til 8., og ber bæði
með að telja. ]?ví þ>órarinn Liljendal var þá kom-
inn í megnasta volæði og basl, og til alls þvílíks
Á bls. 235, linu 19, 4- 32—lOy les: 32 + 10y
- — 243 — 7 4- = x/3 — 4- */s
- — — — 25 7z—6z — 7z4-6z
- — 246 — 19 = 6 — =60
1) Sjá auglýsingu bak við formála 6 bindis No. 1.