Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 136
264
vegna þess að kalla óhæfur orðinn ; en forseti fje-
lagsins óþægilegustu embættisönnum kafinn út úr
kífi, sem skólans flutningur og allar hans afleiðing-
ar vöktu í þeirri miklu herranefnd um íslands efni
1784—85, og þar hjá af frekjufullri áleitni öfundar-
manna þessa mikla íslands sonar og vinar (Jóns
conferenceráðs Eiríkssonar), ásamt eigin þungu húss-
mótlæti hans móðfallinn orðinn og afskiptalitill frá
1785 um þessa fjelags hagi, fyrir hverjum hann fól
Magnúsi Stephensen að ala önn og framkvæmd,
eptir hans þar til jafnaðarlega lögðu heilræðum.
Merkilegt má það heita, að seinasta ritgjörð
þessa mikla manns í fjelagsins þarfir, út kom í þess
6. bindi, seinasta árið hans æfi, „um frelsismeðöl
fyrir drukknaða og helfrosna“, rjett eins og hann
þá þegar hafi órað fyrir sínum eigin væntanlega
dauðdaga innan skamms.
Hjer af leiddi, aðMagnúsStephensen, sem ritaði
formála á islenzku og dönsku til fyrnefndra fjögra
binda (5., 6., 7. og 8.) Lærdómslistafjelagsins rita ;
sá er 7. bindi fylgir, ber með sjer, á bls. VIII—IX,
að þá var Jón Eiríksson dáinn. Hann útvegaði og
yfir þenna, hjá þjóðskáldinu Thaarup, þá heiðurs-
minningu hans á dönsku, sem prentuð sjest á eptir
formála 7.bindis, undir nafni þessa, útlögð á íslenzku
af Jóni sýslumanni Jónssyni, en auglýsinguna sjálfa
á undan Ijóðunum reit M. St. 1 7. bindi finnst löng
og merkileg ritgjörð föður hans, sál. stiptamtmanns
Stephensens, um „Jafnvægi bjargræðisveganna á ís-
landi“, frá bls. 112—194. Með brjefi sínu til copí-
ista M. Stephensens þ. 15. marz 1788, beiddi rentu-
kammerið þennan að semja og senda sjer útlegg-
ingu hennar á dönsku, sem Magnús þá óðara gjörði.
Hann keypti og fyrir eigin peninga af þessum gáf-
aða sýslumanni, að semja þau Ijóð og Ijóðaútlegg-