Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 138
266
Hjer með skal nú lykta þessa aðra grein hans
æfisögu (sjá bls. 214), en geyma þá til VII. greinar
um „heillir hans ýmsar og óheillir11 að segja frá
sjerlegri virðingu og tiltrú, sem háskólans rector
magnificus veitti Magnúsi Stephensen þegar, sem
stúdenti, 1783, og þeirri mæðu, sem þar af fyrir
hann leiddi ; einninn óheill hans við þess góða
rentukammerforseta, geheimeráðs Númsens hastar-
lega fall, eptir burtför Magnúsar haustið 1783, m.
fl., en nú þar á mót minnast á :
III. hans embætti og frama á manndómsskeiði
hans æfi.
Mörgum mætti eins undarlegt þykja og óvitur-
legt, að Magnús Stephensen, sem á unga aldri var
í Kaupmannahöfn við rikisins stjórnendur kominn í
svo álitlegt gengi og afhald helztu manna, sem eflt
gátu gæfu hans, eins og fyr segir, skyldi samt ráða
af að binda sig vesælu brauði á íslandi, og strax,
sem hann full-myndugur varð, eður komst á 26. ald-
urs ár sitt, sleppa föstu brauði upp á 200 rd. við
eitthvert hið álitlegasta stjórnarráð og allri frama-
von í Danmörku, hvar honum þó vegnaði svo vel,
og hvar öll ósk hans jafnan var að ílengjast, fyrir
eintóma í engu líklegri von um brauð, sem víci-lög-
manns embættið á íslandi var, því með því fjekk
hann alls ekkert í laun, heldur einbera von um
virkilegt lögmannsembætti einhvern tíma, máske
fyrst eptir mörg ár, og samt engu meiri launa von
með því, en því embætti fylgdu, er hann svo ófor-
sjállega sleppti. En þótt ungur, hafði hann þó hygg-
indi nóg og reynslu, einkanlega frá þeim sorgar-
spilum og vandræðum, sem eldgosið 1783—85 og
þess óttalegu afleiðingar vöktu, til að bera saman
það sorglega og mæðufulla, sem náttúrunnar óblíða