Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 139
‘267
hjer jafnaðarlega orsakar íslands innbúum, hallæri
yfir höfuð og margvíslegur skortur, eins á gleði og
ánægju efnum, við Danmerkur yndislega, milda og
frjósama Eden, hvar ótal náttúrunnar gæði og lysti-
semdir í samlífi manna og hin siðsamasta, gæzku-
rík og skemmtileg umgengni manna gjörðu söknuð
alls þessa og allra vísdómsframfara í hinum afkyma
vorrar veraldar svo fráfælandi unga glaðværðar-
menn, sem um betri kosti velja máttu. þ*að vant-
aði ei heldur, að Magnús með þungri hugarraun
og stríði við sjálfan sig lengi áður hefði velt þessu
öllu fyrir sjer og leitað lags til að festast æfilangt
f Danmörku, en ei á íslandi, og opt um það ritað
kærustu náungum sínum, ei heldur saknaði hann
hentugleika til þess, því óðara en statsminister og
rentukammerforsetinn greifi Christján Reventlow
varð þeirrar ráðagerðar Magnúsar var, að sleppa
embætti sínu og framavon við rentukammerið, en
sækja um lögmannsebættið á íslandi, kallaði hann
þenna fyrir sig, og optar en einu sinni aftaldi hann
því óráði, hjet honum sínu liðsinni til frama og betra
brauðs í Danmörku, og loksins bauð honum strax
forstöðubrauð þess íslenzka contoirs í rentukamm-
erinu, því hann vildi um hrið æfa og reyna hann
þar við meðferð og upplýsingar íslenzkra málefna,
sem reynslan hafði frá Jóns Eiríkssonar dauða 1787
sannfært hann um, að fáir í því collegio báru þá
rjett skyn á, og hefði Magnús að því gengið, sem
rentuskrifari, hverju embætti fylgdi 1000 rd. laun,
var vonin honum ei ólíklegri um skammt aö geta
•orðið committeraður i þeim málefnum í því stjórn-
arráði, en þeim, sem fjekk forstöðu þessa contoirs,
secretera Hans Jensen, sem varð síðan, eptir fá ár,
þeirra málefna committeraður. En Magnús af þakk-
-aði loksins öldungis svo náðarfullt tilboð greifa Re-