Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 140
2tíS
ventlows, við hvað þessi að vonum þykktist; því
hann tjáði sig heitmeyju bundinn á íslandi, sem
kallaði sig heim þangað, en — sem ókunnug Dan-
merkur ágæta fólki og landi — nauðug vildi þangað
til hans flytjast — og fann greifinn þá ákvörðun ^
beggja þeirra miður hyggna, eins og Magnús sjálf-
ur, sem alla æfi sína iðraðist þess, að sleppa góðs
brauðs og frama-von í Danmörku, fullviss um, að
heitmey hans hefði þangað fylgt honum, þá á hefði
hert. Hann varð og fyrir það fljótræði seinna meir
þungt straffaður, með þeim margvíslegu þungu
reynslum, sem á íslandi biðu hans, en sem hann í
Danmörku líklegast aldrei reynt hefði. Af eptir-
látsemi við heitmeyju — og síðar konu — sína, en
hlýðni við foreldrana (sjá bls. 212—213), sá hann
sig þanninn fastbundinn við ísland 1788, bundinn
til mikilla mannrauna, en bezta gæfuveg sjer lokað- 0
an æfilangt, og sig brauðlausan víci-lögmann orð- ^
inn, án launa, í stað hans 200 rd. launa rjett áður,.
þá 25 ára og 5 mánaða gamlan.-------------------
*
* *
Brot þetta af æfisögu konfereuzráðs Magnúsar Stephen-
sens, eptir sjálfan hann, sem hjer birtist, rjettum 100 árum
eptir aö hann varö embættismaður hjer á landi, hefir aldrei náð
lengra en þetta, með því að handritið endar á miðri blaðsíðu..
J>að er samið á hans seinustu árum, eptir 1829, því hann kall-
ar P. F. Hoppe stiptamtmann, er hjeðan fór alfarinn það ár,
fyrrum stiptamtmann; en M. St. andaðist, eins og kunnugt.
er, 1833. Handritið er allt eiginhandarrit, með snarhandar-
letri, skýrt og glöggt skrifað, nema hvað höf. hefir sjálfur stryk-
að yfir stöku orð hingað og þangað, og sett önnur í staðinn,
eða þá aukið inn í handritið lítils háttar eptir á; hefir það. ,
verið prentað hjer óbreytt að öllu öðru en stafsetningu.
Bitnefndin.