Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 141
Smágreinir
um nýjar uppgötvanir, rannsóknir o. fl.
Eptir
Þorvald Thoroddsen.
Hvergi í náttúranm kemur fram jafnmikið hugvit og
félagslyndi eins og hjá býflugum, hvespum og maurflug-
um. Til eru margar maurílugnategundir0', og lifa flestar
í heitu löndunum, en þó margar í Evrópu; gjöra þær sér
snotur og haganleg híbýli með hinni mestu list; af
liverri tegund má skipta einstaklingunum í flokka eptir
skapnaði þeirra og lífsstarfi; sumar eru vinnuflugur, sum-
ar hafa sterka kjálka og stóran haus og fást að eins við
hernað og verja maurabúin; sumar eru karlkyns og aðr-
ar kvennkyns og auka kynið; vinnuflugurnar byggja hús-
in, hafa alla aðdrætti, ala upp ungana og fæða þá; sum-
ar maurflugutegundir fara í hernað í önnur maurabú,
herjast og ná eggjum og víum óvinanna, ala upp ungana
og hafa þá fyrir þræla; sumar hafa hjá sér blaðlýs í
stað kvikfénaðar; á blaðlúsunum myndast hunang í tveim
pípum aptan til á líkamanum, og sjúga maurarnir það.
Suinar maurategundir geyma korn, sá og uppskera eins
og menn. Töluverður mismunur er á verklægni og skyn-
aemi tegundanna, en hér yrði oflangt að greina frá hinu
margbreytta eðli þessara smádýra; eg vil að eins segja
•dálítið frá rannsóknum John Lubboch's. Lubbock er
*) Maurflugur eru ekki til á íslandi; þessum maurum má
■eigi blanda saman við þá maura, sem eru í skemmdum mat,
t. d. í osti, kláðamaur o. s. frv.; það eru smádýr á miklu lægra
stigi; sumstaðar á íslandi blandar alþýða þessum nöfnum sam-
an og kallar jafnvel köngurlær maura.