Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 142
270
nafnfrægur enskur náttúrufræðingur, og hefir hann eigi
alls fyrir löngu gefið út bók um þetta efni; hann hefir
með mestu nákvæmni athugað maurana í mörg ár.
Lubbock dáist mjög að iðni og dugnaði þessara
smádýra; þau eru sístarfandi frá morgni til kvölds. A
vetrum þurfa maurar litla fæðu og liggja sumir í dái,
þó sá Lubbock að fáeinir maurar voru daglega sendir t
úr hverju búi til vistafanga; hann sá maurflugur safna
eggjum blaðlúsa og bera þau heim til sín og geyma þau
vandlega um veturinn; slík fyrirhyggja þekkist ekki
annarstaðar í dýraríkinu; það sýnist ekki þurfa svo litla
skynsemi og umhugsun til þess að gjöra þá ályktun:
»úr þessum eggjum skríða blaðlýs eptir 6 mánuði, og af
þeim blaðlúsum fáum vér hunang*. A vorin bera maur-
flugurnar eggin út á jurtablöð þau, sem næst eru; þar
skríða blaðlýsnar úr eggjunum, og hvað eptir annað sá
Lubbock, að maurflugurnar byggðu háar leirgirðingar
kringum blaðlúsahópana — nokkurs konar nátthaga, svo
lýsnar kæmust ekki burt.
I einu maurabúi (formica fusca) sá Lubbock maur-
flugu, sem eigi gat gengið og var auðsjáanlega veik; hin-
ir maurarnir voru vanir að safnast saman þar sem sól-
skin var, og báru þeir þá með sér hinn veika og höfðu
hann síðan heim með sér aptur. Menn hafa eigi getað 1
vel gert sjer grein fyrir, hvernig maurflugurnar fara að
þekkjast innbyrðis; bver fluga þekkir einhvern veginn
allar aðrar í búinu, þó þær skipti þúsundum. þegar ó-
kunnug fluga kemur inn í maurabú, ráðast margar heima-
flugur á hana; sumar toga í fálmstengurnar, aðrar í
lappirnar, þangað til þær eru búnar að koma hinum ó-
boðna gesti út; stundum eru þær svo nærgöngular við
aðkomufluguna, að þær meiða hana eða drepa. Lubboek
gerði nokkra maura ölvaða með klóróformi og vínanda,
svo þeir féllu í rot, og lét þá svo inn í mauraþúfu; hin-
ar flugurnar héldu að þeir væru dauðir og báru út
skrokkana og köstuðu þeim í vatn, jafnt vinum sem ó-
vinum, en sumir röknuðu úr rotinu á leiðinni, en áttu
illt með að standa og reikuðu fram og aptur; þá urðu
hinir ódrukknu félagar þeirra hissa, tóku þá og hlupu <
með þá fram og aptur, og voru auðsjáanlega ráðalausir
með þá, hvað við þá skyldi gera. Maurflugurnar þekkt-
ust eptir marga mánuði, þegar Lubbock lét þær aptur
koma samaii, og ef maurflugur úr öðrum búum voru
látnar inn með þeim, þá voru ókunnugu flugurnar undir