Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 144
272
enn þá fleiri og smærri bylgjum heldur en fjólulitu
geislar regnbogans, þeir er vér sjáum; þessir ósýnulegu
geislar (ultra-fjólulitir geislar) hafa mikla þýðingu fyrir
efnabreytingar á jörðunni; til eru líka geislar bylgjufærri
en þeir rauðu; þeir sjást heldur ekki, og eru það mest
hitageislar. Til þess að skoða áhrif ljóssins á maurana,
notaði Lubbock fyrst mislitar glerplötur, sem hann lagði
ofan yfir maurabúin, og flutti þær til á hverri hálfri
stundu, svo að hvert gler hafði á endanum einhvern
tíma verið yfir öllum hlutum maurabúsins. Eptir 12
tilraunir taldist svo til, að 890 maurar höfðu verið und-
ir rauða glerinu, 544 undir grænu, 495 undir gulu, en
að eins 5 undir hinu fjólulita. Enn fleiri tilraunir gerði
haun bæði með ljósbandi sólar og rafmagnsljósi, með
alls konar litblöndun ýmislegra efna o. s. frv., og er eigi
hægt að lýsa hjer þeim tilraunum. Lubbock komst að
þeirri niðurstöðu á endanum, að maurar hefðu mjög
næma sjón, en þó töluvert ólíka sjón mannsins; takmörk
sjónarinnar eru lík og hjá manninum niður á við, o: við
hinn rauða enda ljósbandsins, en merkilegast er það, að
maurarnir sjá geisla sem eru oss ósýnilegir, fyrir ofan
fjólulitinn í ljósbandinu. Af þessu leiðir, að nátt-
úran öll hlýtur að koma maurunum allt öðruvísi fyrir
sjónir en oss, og sjóndeildarhringur þeirra er ólíkt yfir-
gripsmeiri en vor. Lubbock rannsakaði líka heyrn
mauranna, og fann, að hún er einkar-næm, og rann-
sóknir hans virðast benda til þess, að maurarnir geti
framleitt hljóð eða tóna með svo mörgum sveiflum á
sekúndu, eða með öðrum orðum, svo háa, að mannlegt
eyra eigi getur gripið þá. Skynjanin hjá þessum litlu
dýrum opnar þeim nýja heima, sem vjer ekki getum
gjört oss neina hugmynd um.