Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 3
3
hann, sem vafalaust er mikill ættjarðarvinur, ekki
viljað svifta Island Eddukvæðunum. Og mjer finst
það jafnvel virðingarvert af honum sem vfsinda-
manni, að hann hefur ekki látið sannleiksást sína
lúta i lægra haldi firir þjóðlegum hleipidómum.
»Socrates amicus, Plato amicus, sed magis amica
veritas*1. Enn hins vegar vona jeg svo góðs til
hans, að hann ekki saki mig um neina slika hleiph
dóma, þó að jeg geti ekki verið á sama máli og
hann. Jeg vil alt eins vel og hann hafa sannleik-
ann og ekkert annað firir leiðarstjörnu.
Áður enn jeg fer lengra, skal jeg taka það
fram, að jeg er samdóma F. J. um það, að ekkert
Eddukvæði geti verið eldra enn frá síðari hlut 9.
aldar og fá ingri enn aldamótin 1100, enn fremur
að kvæðin, eins og þau nú liggja firir, geti ekki
verið ort annars staðar enn annaðhvort í Noregi
eða nílendunum þaðan, Islandi, Grænlandi, Færeijum
eða Vestureijum. Ljósasti votturinn um þetta hið
síðarnefnda er búningurinn á kvæðunum, málið, sem
er ramm-íslenskt eða norrænt, og ekki neinn bíend-
ingur af dönsku eða sænsku og því síður fjarskild-
ari málum. Þrátt firir þetta dettur mjer ekki í hug
að neita því, að sænsk eða dönsk kvæði kunni að
hafa flutst til íslands eða Noregs og verið þar ort
upp i norrænum anda og geti legið á bak við eitt-
hvert af Eddukvæðunum. Það er enginn efi á þvl,
1) o: »Jeg elska Sókrates, jeg elska Plato, enn þó elska
jeg meira sannleikann«. Þessl orð eru höfð eftir hinum
frœga gríska speking Aristoteles; segja menn, að hann h&h
svarað þannig þeim mönnum, sem báru honum á brín, að
hann vœri ekki samdóma hinum eldri meisturum, Sókrates
og Plató, i skoðunum sinum.
1*