Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 4
4
að Bjarkamál eru upphaflega danskt kvæði og til
orðið á þennan hátt1 2 * * * * *. t>að er að visu ekki talið
með Eddukvæðunum, enn þó frá sama tíma og þau
og líkt þeim að imsu leiti, og er þetta eitt nóg til
að sína, að það er varlega i það farandi að fullirða,
að dönsk eða sænsk kvæði hafi als engin áhrif
haft á Eddukvæðin8.
1) Þetta er Ijóst af því, að efnið í því broti af Bjarka-
málum, sem geimst heiur í fornritum vorum, kemur í veru-
legum atriðum heim við kvæðið, eins og það er hjá Saxa
(útg. Havn. 1889, I, 90.—94. bls.). Verið getur, að upptaln-
ingurinn á köppum Hrólfs konungs, sem ekki er hjá Saxa,
hali bætst við á Islandi (sbr. A. Olrik, Forsog p4 en tvede-
ling af kilderne til Sakses oldhist:., Khavn 1892, 21. bls.), og
þulan, sem telur upp gullkenningarnar, heiur vaíalaust aldrei
staðið í Bjarkamálum (sbr. E. .Tessen, tíber die Eddalieder, í
Zeitsch. iúr deutsche philol. III, 21,—22. bls.).
2) Ekki get jeg þó verið samdóma F. J. um, að nokkurt
samband sje á milli Helg. Hund. II, 5 og oröa þeirra hjá
Saxa, sem hann vísar til (Lit. hist. 57. bls.). Jeg get hjer
ekki fundið neitt annað sameiginlegt enn það, að fjórar
spurningar reka hvor aðra á báðum stöðunum. Hjá Saxa er
sama spurningin tekin upp fjórum sinnum hvað eftir annað,
enn með imsum orðum: Quis, rogo, vestrum dirigit agmen ?
= Quo duce signa bellica fertis? = Quis moderatur prælia
princeps? = Quove paratur principe bellum? Allar spurn-
ingarnar þíða hið sama: »Hver er foringi flrir liði iðar?«
Þetta væri kallað stagl á íslensku. Enn í Helgakviðu eru
allar spurningarnar hvor annari ólíkar, og engin þeirra spir
um liðsforingjann:
Hverir láta fljóta
fiey við bakka ?
Hvar, hermegir,
heima eiguð ?
Hvers btðið ér
i Brunavágum?
Hvert lystir yðr
leið at kanna ?