Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 5
5
Astæður þær, sera F. J. færir því til sönnunar,
að flest Eddukvæðin sjeu ort í Noregi enn ekki á
íslandi, eru suraar almenns eðlis, leiddar af sögu
beggja landanna, Islands og Noregs, og af lindis-
einkunn og lífsskoðun beggja þjóðanna, Islendinga
og Norðmanna, sumar eru aftur sjerstaklegs eðlís,
leiddar af ímsum einstökum orðum og hugmindum,
sem koma firir hingað og þangað í kvæðunum.
Lítum þá flrst á hinar almennu ástæður.
F. J. ætlar, að Islendingar á landnámsöldinni
(870—930) og söguöldinni (930—1030) hafi haft öðru
að sinna enn að irkja kvæði um átrúnað sinn og forna
sögukappa. A landnámsöldinni hafi ekki verið til
neitt alment fjelagslíf, alt hafi verið i óvissu og á
sífeldu reiki. Þar sem svo var ástatt, hafi engin
andleg iðja og þá heldur enginn kveðskapur getað
átt sjer stað. Engar sögur fari af því, að nokkurt
skáld hafi verið uppi um þessar mundir, sem nokkuð
kveði að. Islendingar hafi sótt lög sín (Ulfljótslög)
til Noregs, og sje það því til sönnunar, að þá hafi
ekkert sjálfstætt andlegt líf verið til á íslandi. Á
söguöldinni hafi verið eilífar róstur og vígaferli,
deilur og málaþras, sem hafi veitt mönnum nóg að
starfa. Og auk þess hafi mikill tími gengið til að
setja ní lög til að skera úr þrætum manna. Lög-
gjafarstarfið á alþingi hafi verið mjög mikið og
margbreitt, og sje Ulfljótslög besti votturinn um það,
því að þau hafi þegar greint löggjafarvaldið frá
dómsvaldinu eða lögrjettuna frá dómunum, eins og
V. Finsen hafi sínt. Þetta fjelagslif, með svo mikl-
um tilbreitingum, þörfum og kröfum, hafi verið nóg
starf firir þjóðina í heild sinni alla söguöldina, enn
þó hafi einkum helstu ættirnar verið önnum kafnar
i þessu. Enn nú hafi höfðingja-ættirnar verið þær