Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 7
7
steinsfóstra1 2. Kveðskapur hafi blóragast í Noregi
alla 10. öldina frá upphafi til enda, enn á íslandi
birji hann ekki fir enn um miðja öldiiia og standi
ekki f blóma fir enn um 1000*.
Jeg skal nú ekki þræta við F. J. um það, að
íslendingar hafi haft nóg að starfa bæði á land-
námsöldinni og á söguöldinni. Enn þó finst mjer
hann gera heldur mikið úr þessu. Sögur vorar
segja, eins og von er á, einkum frá því, sem sögu-
legt þótti, vígaferlura og deilura, og það er ekki
nema eðlilegt, að róstur væru talsvert almennar
framan af, meðan stjórnarskipunin var að komast á
fastan fót og menn vóru ekki búnir að læra að
virða lög og landsrjett sem skildi. Enn vjer meg-
um ekki gleima þvf, að á bak við óaldarseggina,
sem sögurnar segja einkum frá, stendur vafalaust
múgur og margmenni, sem lifði f friði og spekt og
engar sögur fara af. Sögurnar sjálfar bera og vott
um, að slikir spektarmenn hafi verið til, jafnvel
meðal höfðingjanna, jeg tek til dæmis Gest hinn
spaka Oddleifsson, Síðu Hall, Njál o. fl. Enn látum
nú svo vera, að ófriðaröld hafi verið mikil um þess-
ar mundir. Er það víst fírir það, að enginn kveð-
skapur hafi getað átt sjer stað um sama leiti? Vit-
um vjer dæmi til þess, að nokkur maður hafi nokk-
urn tíma verið svo önnum kafinn í hernaði og
stirjöld, að hann hafi aldrei slíðrað sverð sitt, aldrei
hugsað um annað enn víg og manndráp? Nei, þvert
á móti vitum vjer nóg dæmi þess, að kveðskapur
og fagrar mentir hafa blómgast á ófriðartímum.
Gullöld rómverskra bókmenta var um leið hin mesta
1) Lit. hist. I, 27.-28. hls.
2) Lit. hist. I, 03. bls.