Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 9
9
Ef F. J. hefur það á móti þeim dæmum, sem
nú hef jeg tilfært, að þau sjeu ekki á frá 10. öld-
inni, þeim tíma sem hjer er utn að ræða, þá vil jeg
spirja: Lifði ekki Egill Skallagrímsson á 10. öld-
inni? Og vitum vjer til að nokkur íslendingur á
þessari öld hafi ratað í fleiri ævintíri eða vígaferli
enn hann? Og eru þó ekki enn þá til eftir hann
einhver hin fegurstu kvæði, sem ort hafa verið á
islenska tungu? Einhvern tíma hefur hann þó hlot-
ið að hafa til að irkja þessi kvæði. Það er að vísu
satt, að vjer þekkjum ekki mörg skáldanöfn íslensk
frá landsnámsöldinni. Enn er ekki djarft að álikta
af því, að þá hafi engin skáld verið til á Islandi,
enn fult af þeim í Noregi? Jeg vil þó leifa mjer
að minna F. J. á, að eitt af höfuðskáldum 10. ald-
arinnar, Egill Skallagrimsson, er fæddur á landnáms-
öldinni og orðinn fulltíða maður, áður enn hún er á
enda. Eftir því, sem F. J. sjálfur telur í formálan-
um firir Eglu-útgáfu sinni, er Egill fæddur 901, og
er hann þá um þrítugt,. þegar landsnámsöldin er á
enda (930), hefur verið í víkingu og er búinn að
irkja um Aðalstein Englakonung (925 - 6 að tali
Finns Jónssonar).* 1 Annað íslenskt höfuðskáld sömu
aldar, Glúmr Geirason, virðist einnig hafa verið
kominn á legg flrir 930.2 Þessi dæmi sina og, að
(sjá)]. í yísu eptir Þjóðólf hinn hvinverska er talað um að
*drý<jja heiðsœi d Fjörnis fjöllum (öldunutn)«, og getur heið-
sæi þar varla þítt annað enn trægð (frægðar-verk). Sbr.
»Den 9. og 4. grammat. afhandling i Sn. E.« útg. mína, bls.
218-219.
1) Egils s. Kh. 1886—1888. form. LV. og LVII. bls. í
Lit. hist. telur F. J. Egil fæddan skömmu íirir aldamótin 900
(Lit. hist. I, 481. bls.).
2) Sn. E. III. 442. bls. Guðm. Þorláksson, Udsigt over