Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 10
10
það er ekki rjett, sem F. J. segir, að skáldskapur
hafi ekki birjað á íslandi flr en um 950. Jeg firír
mitt leiti er sannfærður um, að mikið hetur verið
ort á íslandi bæði á landnámsöldinni og söguöldinni,
sem vjer höfum nú engar sögur af. Það gegnir
furðu, að nokkur kviðlingur skuli hafa geimst frá
landnámsöldinui til vorra daga, og þó eru til lausa-
vísur frá þessum tíma, t. d. eftir Hallstein Þengils-
son,* 1 Þóri snepil,2 o. fl.3 Að kveðskapurinn á sögu-
öldinni hafi ekki verið eign einstakra ætta og því
síður einstakra manna, heldur hafi öll alþíða haft
gaman af kveðskap og fengist við hann í viðlögum,
það sjest ljósast á sögunni um níðið, sem íslending-
ar ortu um Harald Gormsson, og feldardálkinn, sem
landsmenn sendu Eyvindi skáldaspilli í þakklætis-
skini firir lof það, sem hann orti um íslendinga (ís-
lendingadrápu). Um niðið er það sagt, að það hafi
verið i lög tekið á Íslandi, að irkja skildi um Har-
ald konung eina níðvisu firir nef hvert, er á var
landinu.4 Af níði þessu er enn til ein vísa drótt-
de norsk- islandske skjalde 31. bls. F. J. heldur þó, að Glúnjr
haQ lifað nokkru síðar (Lit. hist. I, 534.—535. bls).
1) Landn. III, 17. k., 224. bls.
2) Landn. III, 17. k., 223. bls.
3) Sbr. Lit. hist. I, 475 —476. bls. Hjer við mi bæta
lausavísum þeim sem Egill orti á unga aldri, og enginn vaíi
er á að hann eigi. Sbr. Lit. hist. 1.500—502. bls. Egill hafði
erft skáldskapargáíuna eftir föður sinn, Skallagrím landnáms-
mann og Kveldúlf afa sinn, því að báðir vóru vel skáldmælt-
ir. Sömuleiðis gengur kveðskapur í erfðir 1 ætt önundar
tréfóts, því að hann var langafi Þórunnar skáidkonu (Landn,
2. p. 32. k. bls. 158, 5. neðanmálsgr.) og Grettis hins sterka.
4) Hkr. Ó. T. 36. k. Guðbr. Vigfússon heldur, að þetta
hafi gerst firir árið 978.