Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 12
12
ingu firir kveðskap Norðmanna, eða sjerstaklega
firir samning Eddukvæðanna. Að vísu var hirðlífió
hjá Haraldi glæsilegt, og hann sjálfur bæði mildur
og matargóður við skáld þau, sem vildu lofa bann,
og bregða ljóma kveðskaparins ifir hið níja konungs-
veldi, sem hann hafði sett á stofn með eigi minnii
dugnaði og hreisti enn ofstopa og ójafnaði. Enn
vjer vitum ekki til, að Haraldr hafi verið hlintur
neinum öðrum kveðskap enn þeim, sem miðaði til
að víðfrægja hann sjálfan. Um kveðskapinn utan
hirðar, meðal alþíðu, vitum vjer lítið á þessu tima-
bili, því að ekki dugir að vitna í Eddukvæðin, með-
an það er ósannað, að þau sjeu ort á þessum tíma
í Noregi. Vjer þekkjum nú að eins einstaka lausa-
visur frá þessum tíma eftir aðra Norðmenn enn hirð-
skáldin, og eru þær hvorki fleiri nje tilkomumeiri enn-
lausavísur þær, sein vjer vitum að íslendingar hafa
ort á sama tíma.1 Það er ekki ævinlega, að fagrar
mentir blómgast í skjóli friðarins, og má finna þess
nóg dæmi í mannkinssögunni. Aþenumenn höfðtfc
góðan frið og næði, eftir það að þeir komust undir
stjórn Rómverja, enn ekki eiga þeir neina skörunga
eftir þann tíma, sem komist i nokkurn samjöfnuð’
við Aiskhylos, Sophokles, Euripides, Þúkýdídes, Pkvtó-
eða Phidias o. s. frv. -- Og ef vjer nú -sjerstaklega
virðum firir oss þann tfma, sem hjer er um að ræða^
ofanverð ríkisár Haralds hártagra, þá virðast litlar-
líkur vera til,i að kveðskapur hafi þá blómgast i
Noregi annars staðar enn við hirðina. Allir hinir
bestu menn höfðu annaðhvort orðið að flíja land^
eða beigja sig undir ok Haralds. Hann hafði koll-
1) Sbr. Lit. hist. I, 449. bls.