Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 13
13
varpað hinni gömlu stjóruarskipun landsins og kúg-
að alla alþíðu til hlíðni við sig, og frá bændunum
hafði hann tekið óðalsrjett þeirra, sem þeir höfðu
íhaft frá ómuna tíð. Þjóðirnár eru annars ekki vanar
að irkja fögur ljóð, þegar þær eru hneptar í dróma.
‘Skáldin eru lík söngfuglunum. Þau verða að anda
að sjer frjálsu lofti til að geta sungið. E. Jessen
segir: »Þegar hin mörgu smáríki í Noregi urðu að
•einu stóru ríki á ofanverðri 9. öld, mistu hin inn-
lendu norrænu hetjuljóð lífsafi sitt*1. Skoðun hans
er þannig alveg gagnstæð skoðun Finns Jónssonar.
Hvorugur getur nú fært fullar sönnur á mál sitt,
enn miklu finnst mjer skoðun Jessens eðlilegri og
liklegri. Hirðarkveðskapurinn sannar ekki neitt.
Hann er eins og stofublóm, sem getur þroskast, þó
að alt utan dira sje hulið snjó og ís. Ekki verður
það heldur sagt með neinni vissu um friðartímann
é. dögum Hákonar Aðalsteinsfóstra, að þá hafi blómg-
ast skáldskapur fremur í Noregi en á íslandi. Þá
eru báðir þeir Egill Skallagrímsson og Glúmr Geira-
son fulltíða menn, og standa þeir norsku skáldunum
um sömu mundir fullkomlega jafnfætis, og Egili
vafalaust feti framar. Ekki er það heldur alveg
rjett, sem F. J. segir, að kveðskapur hafi staðið í
blóma í Noregi alt til loka 10. aldar. Að vísu lifðu
tvö af höfuðskáldunum norsku fram yfir miðja öld-
ina, þeir Gutthormr sindri og Eyvindr skáldaspillir'.
Gutthormr orti um bardagann á Rastarkálf, og hlít-
ur þvi að hafa lifað fram ifir 955, enn varla hefur
hann lifað lengi eftir það, því að hann er talinn
1) E. Jessen, tíber die Eddalieder í Zeitschr. fiir deut-
sche philologie III, 6. bls.