Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 14
14
einn af skáldum Haralds hárfagra1. Hann má þv*
miklu fremur telja til firri hluta aldarinnar. Um
Eyvind heldur F. J. sjálfur, að hann sje fæddur
milli 910 og 920, og sidar getur það varla verið,
þvi að í vísu, sem er ort árið 962, kvartar hann ifir
þvi, að elli færist ifir sig2. Hann er því orðinn
miðaldra maður um miðja 10. öld. Að vísu lifði
hann fram undir lok aldarinnar; Fagrskinna segir,
að hann hann hafi verið 1 Jómsvikingabardaga með'
Hákoni jarli; enn þá hefur hann verið fjörgamalL
Það er því í rauninni rjettara að telja hann til
liinnar eldri kinslóðar (um 950), þó að hann irði svo
langlífur. Þessi maður er sá eini, sem F. J. getur
átt við, þegar hann segir, að kveðskapur hafi blómg-
ast í Noregi til loka 10. aldar, enn hann stendur
einn sjer eins og aldin eik meðal fauska. Móti þess-
um eina manni höfum vjer íslendingar mörgum að
skipa, og mun jeg að eins taka fram hina helstu.
Þá vóru uppi þeir Kormakr, Einar skálaglamm,
Hólmgöngu-Bersi, Hrómundr hinn halti, Ulfr Ugga-
son, Þórarinn Máhlíðingr, Tindr Hallkelsson, Þor-
leifr jarlsskáld, Hallfreðr vandræðaskáld og margir,
margir fleiri, að ótöldum þeim Agli Skallagrímssini
og Glúmi, sem mega teljast jafnaldrar Eyvinds. Þessi
samanburður sínir ljósast, hvar skáldskapurinn stend-
ur í meiri blóma, þegar á öldina líður, hvort heldur
í Noregi eða á íslandi. Og athugavert er það, að
sum af fslensku skáldunum, sem jeg nefndi, og flest
þau, sem jeg ekki nefndi, eru annaðhvort als ekki
1) Sbr. Guöm. Þorláksson, Udsigt etc. 20.—21. hls. Sn.
E. III, 416,—417. bls. Lit. hist. I, 447.-449. bls.
2) Fagrsk. 35. k., 28. bls. Hkr. Har. gráf. 1. k. Fornm.s.
I, 50.-51. bls.