Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 15
15
eða þá ekki eingöngu hirðskáld. Þetta sínir, hversu
kveðskaparíþróttin var algeng medal alþíðu á Islandú
Á 11. öldinni eiga Norðmenn ekki eitt einasta höf-
uðskáld, enn þá er talið, að íslenski kveðskapurinn
standi með mestum blóma, enda mun F. J. ekki
detta í hug að halda því fram, að kveðskapur Is-
lendinga um þær mundir standi á baki Norðmanna.
Jeg hef nú farið lauslega ifir þann tíma, sem
likindi eru til að Eddukvæðin sje ort á, og sínt, að.
á Islandi var að minsta kosti eins góður jarðveg-
ur firir þau að gróa í eins og i Noregi. Af þessn
er einnig ljóst, að það er nokkuð djarflega að orði
komist hjá F. J., þar sem hann segir, að ekkert
sjálfstætt andlegt líf hafi verið til á íslandi um það
leiti, sem Ulfljótslög vóru sett. Til að sina, hvað
mikill fótur er firir þessu, þarf ekki annað en benda
á, að 6—8 árum síðar flutti íslenskt skáld, Egill
Skallagrímsson, Eiríki blóðöx annað eins kvæði og
Höfuðlausn, sem F. J. sjálfum finst þó nokkuð til
koma1. Það sannar ekkert, þó að Ulfljótr hefði
norsk lög til firirmindar. Þetta hlaut svo að vera,.
gat varla hugsast öðruvísi. Allar nílendur hafa alt-.
af samið sig sem mest að háttum, venjum og lögunx
móðurlandsins. Jeg þarf ekki annað enn ininna á
sambandið milli níiendnanna grísku og móðurborg-
anna. »Landnámsmennirnir grisku tóku með sjer
að heiman eigi að eins goð og fornhetjur móður-
borgarinr,ar, heldur einnig lífsskoðun sína og grund-
vallarreglur hins opinbera og fjelagslega lífs«, segir
einn ágætur sagnaritari. »Eldur af arni móðurríkis-
ins, mindir goðanna, sem þar vóru tignuð, hofgoðar
1) Lit. hist. I, 492—493.