Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 17
17
ekki of djúpt tekið í árinni að segja, að þessir menn
»hafi hvorki haft arin nje altari að verja« ?
Hjer verður firir oss sú staðhæfing Finns Jóns-
sonar, að Islendingar hafi verið miklu meiri skin-
semistrúarmenn og minni trúmenn á 10. öldinni enn
frændur þeirra í Noregi og hafi þvf ekki getað ort
■önnur eins kvæði og t. d. Völuspá. Afþví að spurn-
ing þessi stendur í sambandi við spurningu þá, sem
hjer liggur firir, og hefur mikla sögulega þýðingu,
vona jeg, að menn afsaki, þó jeg fjölirði nokkuð
um hana. Að minni higgju vóru landnámsmennirn-
ir, sem hjer settust að, hvorki betri nje verri í þessu
efni upp og niður enn landar þeirra heima firir. Að
vísu vitum vjer, að ímsir þeirra vóru kristnir, og
sumir trúðu á mátt sinn og megin. Enn slíkir menn
hafa vafalaust einnig verið til í Noregi, og það er
engiu sönnun fram komin firir þvf, að þeir hafi ver-
ið færri þar. í Landn. er þess getið, að nokkrir
landnámsmenn hafi skírðir verið, »flestir þeir er
komu vestan um haf«. Af þessu kinnu menn að
vilja ráða, að lítið hafi verið um kristna menn í
Noregi. Enn þá þirfti að sanna, að samgöngur Norð-
manna við Vestureijar hafi verið minni enn fólks-
flutningarnir þaðan til Islands, og það mun ekki
vera neinn hægðarleikur. Enn Landn. bætir hjer
við, að kristni hafi óvíða gengið í ættir, því að sinir
sumra hinna kristnu landnámsmanna hafl reist hof
og blótað, land var alheiðit nœr hundraði vetra«x,
Þetta bendir einmitt til þess, að heiðin trú hafi eflst
og aukist eftir landnámstíð, og að 10. öldin hafl
ekki verið nein vantrúaröld á íslandi framar enn í
1) Landn. V, 15. k. bls. 821-322.
2