Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 18
18
Noregi. Líkt kemur fram í Kristni þætti Gunnlaugs
munks í Olafs sögu Trj7ggvasonar. Þar segir svo:
»Margir vóru þeir menn aðrir, er skírðir komu út
Jiigat til fslands'ok ndmu kér land. En fyrir þvi
at miklu vóro fleiri landndmamenn heiðnir ok 11 ót-
menn miklir, þeir er með öllu afli stóðu móti rétfum
átrúnaði, ok með illgirnd amaðu ok fyrirdœmdu kristna
menn ... enn hinir sjálfir ungir í trúnni, þá hurfu
þeir sumir aptr til heiðni, er dðr vóru kristnir at kalla.
En þó at nökkurir landnámsmenn kastaði eigi með
öllu kristni, þd vóro ndliga öll þeirra hörn heiðin ok
afkvœmi, því at kennimenn vóro engir d landinu né
aðrir þeir, at fólkit niðaði*1. Ekki sínir þetta neina
afturför i heiðninni. Hverjum augum almenningur
á Islandi leit á kristnina, má meðal annars sjá af
auknefni Ketils fíflska, sem sagt er að hann hafi
fengið, af því að hann var kristinn2. K. Maurer,
sem mest og best hefur skrifað um kristnisögu ís-
Iands, virðist heldur ekki vera samdóma F. J. um
þetta atriði3. Það er að eins eitt, sem F. J. tilfærir
því til sönnunar, að íslendingar hafi verið trúleis-
ingjar, eða áð minsta kosti hálfvolgir í trúarefnum,.
og það er sagan um, hvernig kristni var lögtekin á
alþingi árið 1000. Enn vjer vitum alt of litið um.
hin dípri tildrög til þessa viðburðar, til þess að vjer
1) Pms. I, 214. bls. Flat. I, 263. ‘bls. Um afkomendur-
Aubar djúpúBgu vitum vjer, að þeir köstuðu kristni og gerð-
ust heiðnir. Landn. II., 16. og 19. k., 111. og 117. bls. Fms.
I, 248.-249. bls. Flat. I, 266. bls.
2) Fms. I, 251. bls. Flat. I, 267. bls.
3) K. Maurer, Island 69.—70. bls. Reindar heldur Maurer,
að heiðninni haíi á 10. öldinni verið farið að hnigna, enn ekki,
framar á Islandi enn i Noregi.