Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 19
19
getum ráðið nokkuð af þvi. Maurer hefur reint að
skíra þessi tildrög í ritum sínum og tekist það eins
vel og unt er, eftir því, sem við er að báast, þar
sem frásögnin um þetta er að mörgu leiti svo ófull-
komin í sögum vorum. Enn fmislegt er enn þá
óljóst. Vjer vitum, að kristnir trúboðar höfðu ferð-
ast um landið, first Friðrekr biskup og Þorvaldr víð-
förli í 5 ár (981—986), síðan Stefnir og Þangbrandr,
og ef til vill fleiri, sem ekki fara sögur af. Vjer
vitum, að þessum mönnum varð talsvert ágengt, og
að sumir hinir helstu höfðingjar landsins ljetu skír-
ast. Enn fremur vitum vjer, að Noregur hafði tek-
ið við kristni, og hlaut það að hafa mikil áhrif á ís-
lendinga. Vjer vitum og, að heiðninni var farið að
hnigna, og að ímsir bæði höfðingjar og bændur vóru
veikir í trúnni og hirtu lítt um, hvort þeir kölluðu
sig kristna eða heiðna (t. d. Snorri goði og Þorgeirr),
og að sumir trúðu á mátt sinn og megin. Hefur
þessum mönnum sjálfsagt fjölgað síðustu ár 10. ald-
arinnar við trúarboðið, því að það er vafalaust rjett,
sem Maurer segir, að trúleisi hefur aukist mjög við
prjedikanir trúboðanna, því að þær hlutu að vekja
hjá mörgum efa um sannindi heiðinnar trúar, þó að
þær ekki gætu sannfært þá um sannindi kristin-
dómsins. Þessir trúarlausu heiðingjar hafa á alþingi
árið 1000 skipað nokkurs konar miðflokk, eins' og
Maurer segir, og með hans hjálp tókst kristnura
mönnum að hafa sitt fram. Enn fremur vitum vjer,
að kristnir menn vóru mjög filgnir sjer og ágætiega
samhuga, allir á einu bandi, og að forsprakkar þeirra
vóru einhverjir hinir helstu höfðingjar landsins, ein-
beittir og duglegir og þó um l§ið liprir og kænir,
kunnugir hinum fremstu mönnura og alvanir íslensku
þinglífl. Vjer vitura og, að þeir, sem rjeðu lögum
2*