Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 20
20
og lofum á þinginu, vóru að eins 39 menn, goðarn-
ir, og að þessir menn beigðu sig undir úrskurð Þor-
geirs Ljósvetningagoða. Enn vjer vitum ekki nógu
greinilega, hvað það var, sem kom þeim til að leggja
annað eins mál undir úrskurð eins manns, og ekki
heldur, hvernig á því stóð, að hann, heiðinn maður,
skildi úrskurða kristninni í vil. Ari íróði hefur kafia
úr ræðu Þorgeirs, sem hann hjelt, áður enn málið
var lagt á hans vald, og er sögn Ara langmerkust,
því að hann hafði sögu sína frá Teiti sonarsini
Gizurar hvíta, helsta forgöngumanns kristninnar. I
ræðu þessari leiðir Þorgeir bæði heiðnum mönnum
og kristnum firir sjónir, hverjar afleiðingar það muni
liafa, ef þeir segist úr lögum hvorir við aðra; »þat
mon verða satt«-, segir hann, »es vér slitom í sundr
logen, at vér monom slíta ók friðenn«. Þessi ástæða
er að vísu áheirileg, enn þó varla einhlít til að
skilja afdrif málsins, og þikir mjer ekki ólíklegt, að
hjer hafi búið fleira undir, sem Þorgeir ekki hefur
talað upphátt, enn bæði honum og öllum höfðingj-
um hlaut að vera ljóst, og skal jeg nú reina að skíra
það betur.
Grundvöllurinn undir valdi goðanna á íslandi
var heiðin trú. Þeir vóru upphaflega ekkert annað
enn hofgoðar, heiðnir prestar, og það er ekki sannað,
að nokkurt »veraldlegt« vald, ef svo má að orði
kveða, hafl frá upphafi filgt stöðu þeirra1. Enn hins
vegar er það eins vist, að þessi hofgoðatign þeirra
varð brátt til þess að veita þeim veraldlegt vald.
Þeir áttu vanalega hof sjálflr, og að því söfnuðust
nágrannar þeirra, sem annaðhvort ekki höfðu efni
1) Sbr. Vilh. Finsen, Om den oprindelige ordning af nogle
af den islandske fristats institutioner, 52.—59. bls.