Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 21
21
eða kunnáttu til að halda hof af eigin ramleik, enn
fundu hjá sjer þörf á sameiginlegri goðadírkun, og
greiddu þeir auðvitað hofgoðanum þóknun firir notk-
un hofsins og starf hans að stíra blótunum, og var
hún kölluð hoftollur. Þannig minduðust hofsóknir í
kringum hofin og hofgoðana. Enn um leið var hof-
goðinn vanalega helsti og ríkasti maður í sinni sveit,
og var þá eðlilegt, að hann irði sjálfkjörinn höfð-
ingi þeirra, sem til hofsins sóttu, einnig í veraldleg-
um efnum, eins og hann var það í trúarefnum1.
Þannig fengu goðarnir mannaforráð, sem einnig er
kallað ríki eða goðorð. Nöfnin goði og goðorð sína
það betur en nokkrir sögustaðir, að hofgoðatignin
var undirstaða goðavaldsins. Það sjest einnig á því,
að eftir Úlfljótslögum átti goðinn að varðveita baug
þann, er menn sóru eiða að á þingum, og hafa hann
á hendi sjer til lögþinga allra, og átti hver sá mað-
ur, sem þar þurfti lögskil af hendi að leisa að dómi,
að sverja eið að þeim baugi2. Þetta sínir ljóslega
sambandið milli valds þess, sem goðinn hafði á þingi,
og hofgoðatignarinnar. Enn hofið var eigi einungis
hið firsta tilefni til þess, að goðarnir fengu verald-
legt vald, heldur hjelt það lika áfram að vera þunga-
miðja þessa valds, sá miðdepill, sem alt mannafor-
ráð; goðans hnje. að og snerist um, alt þangað til að
kristni var lögtekin.
Það liggur nú í augum uppi, að þessu manna-
forráði goðanna, sem að öllu leiti stóð á grundvelli
hinnar heiðnu trúar, var hin mesta hætta búin af
kristninni, sem leitaðist við að kippa hinum heiðnu
1) Sbr. Maurer, Island 38.—39. bls.
2) Landn. IV, 7. k. 258. bls. (Hauksbók). Viðb. II, 334.—
835. bls. Flat. I, 249. bls.