Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 23
23
um, sem kristni höfðu tekið, ef þess var nokkur
kostur, enn annars til hvers þess, sem vildi taka
við honum og hafði mátt til að veita honum vernd.
Af þessu er ljóst, að kristnin hlítur að hafa valdið
því, að mikið los komst á sambandið milli goða og
þingmanna um alt land á síðustu 2 áratugum 10.
aldarinnar, og þetta los hlaut að verða því meira,
sem fleiri snerust til kristinnar trúar. Vjer vitum
nú ekki, hversu djúpar rætur kristnin hafði fest
hjá hinum frjálsu bændura landsins, en líklegt er,
að mjög margir af þeim hafl tekið kristni, því að
vjer vitum, að allmargir höfðingjar höfðu látið skír-
ast eða primsignast1, og líklegt er, að kristnin hafi
fengið að tiltölu betri viðtökur hjá lægri stjettunum
enn hjá goðunum, sem hlutu að jafnaði að vera
henni andstæðir bæði vegna stöðu sinnar sem hof-
goða, og af því valdi þeirra var hættá búin af
henni, enda sínir saga kristninnar það annars stað-
ar, að hún hefur vanalega breiðst fir út meðal lægri
stjettanna enn meðal hirxna æðri.
Fám vetrum síðar, enn kristnin var í lög leidd,
(líklega árið 1004) var fimtardómurinn settur á stofn,
og vóru þá um leið tekin upp ní goðorð, sem áttu
að hafa hlutdeild í dómnefnunni i fimtardóminn, enn
ekki taka þátt i allsherjarstjórn landsins að öðru
leiti. íslendingabók getur að eins lauslega u/ri
fimtardóms setninguna, enn ekkert um hin níju goð-
orð2. Aftur á móti er alllöng frásögn um þennan
merkilega atburð í Njálu3, og getur hún þess, að ní
goðorð liafi verið upptekin, enn orð sögunnar eru
1) Sbr. Maurer, Island 73. og 78. bls.
2) íslendingabók 8. k.
3) Nj. í)7. k.